Frændurnir frægu

Skoðið endilega Moggann í dag þ.e. barnablaðið. Þar er viðtal við Mána og Stein frændur mína og ferðalanga. Þeir eru nú meira sigldir en flestir sem ég þekki hvort sem um er að ræða fullorðna eða börn! Myndirnar tók ég þegar við ferðuðumst með þeim aðeins í Kenya júlí 2005. Forsíðumyndin er tekin á Crescent Island við Naivasha vatn. Myndin á ströndinni er tekin í Mombasa þ.e. á Diani ströndinni við Indlandshaf en síðasta myndin er tekin í Sweetwaters þjóðgarðinum þar sem við fengum að klappa Morani hinum munaðarlausa (Morani þýðir stríðsmaður á swahili). Hafið í huga að ég stóð fyrir framan blessaða nashyrninginn þegar ég tók myndina. Einu skiptin sem Morani verður hræddur og reiður er þegar hann heyrir ekki nafnið sitt kallað. Þeir eru nánast blindir og ef þeir verða óöruggir geta þeir tryllst úr hræðslu. Morani er gætt 24 tíma því hann hefur afar falleg horn og hann er því vanur umsjónarmönnum sínum, þeir veita honum öryggi. Það er búið að reyna að sleppa honum aftur út í náttúruna en hann vill bara koma aftur "heim". Það er ótrúlega fyndið að klappa nashyrningi, húðin á þeim er eins og gróf gangstétt.

Til hamingju með viðtalið Máni og Steinn, þetta var rosalega flott hjá ykkur.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

gestur
04. mar. 2007

Hæ það átti að tala við þá um hvað þeir eru duglegir að borða grænmeti en svo fannst fréttekonunni þetta svo merkilegt (sem það er líka) hvað þeir hafa ferðast mikið. Máni var nú bara 9 mánaða í fyrstu ferðinni. Gaman að vera amma þessarra stráka. Bæ mamma

Alma María
06. mar. 2007

Alltaf að sjá betur og betur hvað landið okkar er lítið Sigrún

Fréttakonan er mágkona mín - skemmtilegt nokk

kveðja, Alma María (hjúkka:)