Trefjar og meiri trefjar

Í Daily mail í dag er grein um nýja rannsókn sem hefur leitt í ljós að neysla trefja getur spornað gegn brjóstakrabbameini hjá konum (karlmenn fá brjóstakrabbamein líka) en aðallega fyrir tíðahvörf (sem karlmenn ganga ekki í gegnum he he). Með því að borða 30 grömm af trefjum á dag, er hægt að minnka líkur á brjóstakrabbameini um helming! Það er rosalegt!!!!!

Dæmi um 30 gr af trefjum yfir einn dag (mér sýnist ég borða svona 100 grömm miðað við þetta he he):

  • Trefjaríkt og hollt muesli (með trefjaflögum - bran flakes) (5 gr)
  • 2 grófar brauðsneiðar (enn þá betra að baka sjálfur og setja meira hvítiklíð) (5 gr)
  • Meðalstórt epli (3 gr)
  • Hálf dós af bökuðum baunum á 2 ristuðum heilhveitisneiðum (8 gr). Mér finnst of mikið af brauði svo ég myndi skipta út fyrir trefjaríkar hafrakökur
  • Bökuð kartafla (4 gr)
  • Soðið spergilkál, 2 matskeiðar (2 gr)
Matur sem er trefjaríkur hefur mikið af vítamínum, zinci og öðrum næringarefnum sem hafa sterk andoxunarefni. Trefjar geta líka jafnað út toppa af insúlíni í líkamanum og hátt magn insúlíns er talin hugsanleg orsök krabbameins. Trefjar eiga einnig að lækka magn oestrogens sem hefur verið tengt við brjóstakrabbamein þ.e. trefjarík fæða hjálpar ungum konum sem hafa hærra magn oestrogens í líkamanum. Rannsóknin sem framkvæmd í Leeds á matarvenjum og mataræði kvenna í náði yfir 35 þúsund konur yfir 7 ára tímabil.

13 þúsund konur deyja árlega í Bretlandi af völdum brjóstakrabbameins. Finnst ykkur það há tala? Mun fleiri deyja vegna hjartasjúkdóma (aðallega út af óhollu mataræði og lítillar hreyfingar)!!! 

Allir að bæta við 1 tsk af hveitiklíð út í brauð, út á mueslið, í AB mjólkina o.s.frv. á hverjum degi!!! (Við gerum það bæði á hverjum degi og það er orðið að sterkum vana!)

Annars vöknuðum við upp við snjóföl hérna í London og það fer allt í klessu við snjóföl eins og Jóhannes minnist á í blogginu sínu he he. 

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It