Fullir kassar af Disneydóti

Strákur við skólaborðVið Jóhannes fórum í gær í höfuðstöðvar Disney í Hammersmith. Við vorum að sækja 3 kassa fulla af leikföngum, böngsum, fötum, húfum, bókum, litabókum, plakötum o.fl., o.fl., til að fara með til Kenya.

Við reynum alltaf að heimsækja Nyumbani heimilið í Nairobi þegar við förum til Kenya en það er heimili fyrir HIV jákvæð, munaðarlaus börn og reynum þá að fara með skóladót, pappír, penna, blýanta og fleira þarft dót. Það er vel hugsað um börnin og ekki hægt að sjá á þeim að þau vanhagi um margt. Þau eiga öll drauma og þau stefna ótrauð að þeim.

Stúlkan sefur værtJóhannes hringdi sem sagt í fyrrum samstarfsmann sinn hjá Disney um daginn og sá var alveg tilbúinn til þess að finna eitthvað dót til í kassa. Við fengum 3 fulla kassa og það verða aldeilis stór bros á litlum andlitum í febrúar! Myndirnar tók ég í júlí 2005. Strákurinn sem situr við skólaborðið tjáði okkur að hann ætlaði að verða vísindamaður en litla stúlkan svaf vært meðan ég smellti af enda í hádegislúrnum sínum!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Selfosspæjan
25. jan. 2007

Þessi færsla fær mann til að sjá lífið í nýju ljósi ;) Við gleymum stundum hvað við höfum það gott.

Kveðja frá Selfossi