Leti

Ég hef enga afsökun fyrir bloggleysi. Það er 100% leti. Maður er eitthvað svo tættur, nýkominn frá einu heimshorni (Asíu) og á leið í þá næstu (Afríku). Það stefnir allt í að ég fari til Kenya 8. febrúar og verði samferða Jóhannesi til Nairobi, hitti Borgar og hópinn sem fer á Kilimanjaro daginn eftir og fari svo með Borgari smá rúnt um Kenya. Svo mun ég hitta Jóhannes um miðjan febrúar í Mombasa.

Í millitíðinni ætla ég að skreppa til Íslands (lok janúar) og svo eru það flutningar um miðjan mars, nóg að gera.

Jæja, Tokyomyndir eru komnar á Netið ef einhver nennir að skoða.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It