Íslenskt selebspotting í hádeginu

Já, maður er bara alltaf að selebspotta sko. Veit samt ekki alveg hvort þetta seleb fær stig því það er íslenskt en samt af því maður spottaði selebið í London þá gæti það hugsanlega þýtt allt að 2 stigum (allavega miðað við viðbrögð fólksins í kringum selebið). Þarf að ráðfæra mig við Jóhannes. Selebið sem um ræðir var engin önnur en Björk í fylgd einhvers Breta. Ég fór á Starbucks á Wardour Street í hádeginu þar sem ég ætlaði að hitta Jóhannes og mömmu hans þar sem hún er í London og er að fara heim í kvöld. Björk var bara eins og Björk er, svolítið sérstæð (og frábær auðvitað) og ég held ég hafi ekki fattað alveg hvað hún er fræg hérna í Bretlandi að minnsta kosti. Ég tók eftir því að það voru margir útlendingar á Starbucks (sem og Bretar) og hver einasti maður inni rak upp stór augu og pískraði. Fólk úti á götu stoppaði og glápti inn um gluggann. Umferð stöðvaðist í smá stund því það var einhver sem hafði rekið augun í hana líka (hún fer ekkert fram hjá manni þó hún sé ekki stórvaxin). Hún var samt alveg látin í friði sem betur fer fyrir hana. Hún keypti bara sitt soyalatte og tók með. Ég brosti bara í kampinn. Held samt að hefði komið annar furðusvipur ef ég hefði gengið að henni og byrjað að tala við hana á hennar tungumáli (sem ég myndi auðvitað aldrei gera nema ég þekkti hana). Það eru nefnilega margir sem halda að Björk tali hálfpartinn sitt eigið tungumál, því hún sé einfaldlega svo skrítin og að allir Íslendingar séu meira og minna eins og Björk í útliti. Ég er alls ekki eins og Björk í útliti. Spáið samt í það hvað útlendingum hefur þótt þetta merkilegt. Að sjá svona heimsfræga (og sérstaka, ekki beint manneskjan sem eltir sviðsljósið í einkalífinu) persónu á kaffihúsi. Ekki amalegt það.

Það var ein stelpa sem er örugglega mikill aðdáandi og hún fór með hálfgerðan frosinn furðusvip á andlitinu út, um leið og hún kom út af kaffihúsinu hringdi hún eitthvert og var mikið niðri fyrir, það var mikið handapat og hún stóð alveg á öndinni. Hugsa að ég geti getið mér til um innihald símtalsins.

Það var náttúrulega frábært bara. Hún á alla athygli og hrós skilið.

En smá update á piparkökuþjónustuna (sjá færslu hér fyrir neðan). Ég fékk tölvupóst með upplýsingum um að aukaþyngdin hjá Flugleiðum í desember væri frágengin bæði hjá mér og Jóhannesi. Þetta kalla ég góða þjónustu....ég sagði henni ekki einu sinni netfangið hjá mér (veit hún hlýtur að vera með það í kerfinu) en ég er ekkert smá ánægð. Nú get ég troðið í ferðatöskur alveg hægri vinstri. Kærar þakkir Melkorka fyrir góða þjónustu ef þú sérð þetta :)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It