Ljósin kveikt

Jólaljósin á Regent street í London í allri sinni dýrðJæja þá er jólavertíðin formlega hafin í London. Meðfylgjandi mynd er af Regent Street í London þar sem kveikt var á jólaljósunum í gær. Það sem er áhugavert við ljósin í ár er að þau þurfa aðeins 75% af þeirri orku sem venjulegar ljósaperur nota og eru því umhverfisvænar. Gott mál. Það er ótrúlega gaman að labba eftir Regent Street í myrkrinu, og láta ljósin baða sig pínulítið. Ekki verra ef maður situr á kaffihúsi og pírir út. Það er ekki slæmt að búa í 3 mínútna göngufæri frá Regent Street svona ef mann langar að fá smá jólaljósaskammt :) Myndin er tekin af vef Daily Mail í dag.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig S. Finnsdottir
10. nóv. 2006

Jóla hvað ég er nú líka farin að undirbúa, búin að baka þá ensku

JÖE fær af henni

kv m.