Planið mikla

Ég er spurð í hvert einasta skipti sem ég kem heim til að vinna (þ.e. í hverjum mánuði).... hvenær flytjið þið svo heim?. Það hefur verið fátt um svör eða þá voða loðin svör gefin af okkur, við erum nefnilega ekkert spennt fyrir því að flytja heim og viljum helst ekkert ákveða neitt. Við ætluðum ekki að vera hér endalaust svo sem, allir hlutir taka enda. Við erum búin að vera samtals um 5 ár í London. Fyrst 3 ár og svo eitt ár á Íslandi og svo 2 ár í London.

London er uppáhaldsborgin okkar, við ELSKUM London en það er fljótlega komið að leiðarlokum í bili hjá okkur. Við þurfum að flytja heim eftir áramót vegna minnar vinnu. Það er orðið svo mikið að gera og stefnir í að vera mikið að gera næstu ár og það er svolítið erfitt að vera í öðru landi þegar maður er eini einstaklingurinn á landinu sem er að sinna þessari vinnu. Það er undir mér komið hvert ég stefni og þó að það hafi gengið afar vel að gera þetta svona, vinna á milli landa þá getur maður það ekki endalaust. Ég mun samt halda áfram að vinna fyrir breska fyrirtækið eftir að ég flyt heim, eins og ég gerði þetta ár sem við bjuggum heima 2004-2005. Við verðum á Íslandi í einhvern tíma og svo er aldrei að vita hvað við tökum upp á að gera. Það er líka alltaf hægt að flytja til London aftur, hún fer nú varla langt. Það er samt öruggt að við þurfum að fara nokkrum sinnum á ári og fá okkar London skammt. Við getum aldrei verið of lengi í burtu.

Við gætum svo sem grenjað (trúið mér, það er yfir mörgu að grenja við að flytja til Íslands (veðurfari, veðurfari, veðurfari, verðlagi) þó það sé hægt að gleðjast yfir mörgu (hreinu lofti, hreinu vatni þ.e. svo lengi sem Íslendingar skemma ekki náttúruna meira, fjölskyldu, vinum, útiveru) en við lítum á þetta sem tækifæri og dyr fyrir önnur tækifæri. Okkur finnst ekki of gott að stoppa of lengi á sama stað og það á líka við um London, maður á alltaf að vera að prófa og upplifa eitthvað nýtt ef maður hefur heilsu, áhuga og getu til þess. Eða við erum þannig, alls ekki allir í sama gír og það er líka allt í lagi.

Planið næstu mánuði er sem sagt fyrir þá sem vilja vita það:

Síðast helgin í október: Edinborg (bara að kíkja eina helgi) 11-16. nóvember: Ég fer heim að vinna eins og venjulega. 10. desember: Ég fer heim að vinna, tek við íbúðinni sem við keyptum okkur í sumar. 20. desember eða þar um bil: Jóhannes kemur og við gerum íbúðina fína. 23. desember: Árlegt Þorláksmessukaffi hjá S og J í nýju íbúðinni. 26. desember: Við förum til London. 28. desember: Förum til Tokyo yfir áramótin og verðum í um 2 vikur (er planið a.m.k.). 8-24. febrúar: Jóhannes fer með hóp á Kilimanjaro. Febrúar/Mars: Flytjum heim með tárin í augunum..... Framtíðin:..Hver veit, erum opin fyrir öllu!!!!!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig S. Finnsdottir
21. okt. 2006

Hallo hallo frábært að fá ykkur HEIM og svo er humar 26 hvernig verður það ?? og þið á leið ut ??

kv m