Umhyggjusamir neytendur

Hér er listi yfir fyrirtæki sem stunda ekki rannsóknir eða tilraunir á dýrum. þetta er listi sem ég er búin að vera að leita að lengi. Kom mér ánægjulega á óvart að Clinique og Chanel eru á þessum lista og svo auðvitað Body Shop. Það eru fleiri fyrirtæki eins og Aveda, Dermologica, Origins, Revlon, Sebastian (Wella), Stila, Tommy Hilfiger, Victoria Secret, Bobbi Brown o.fl., o.fl.

Öll fyrirtækin skrifa undir yfirlýsingu og PETA samtökin (People for the Ethical Treatment of Animals) fylgjast með þeim. Listinn er uppfærður á 2-4 mánaða fresti.

Hægt er að skoða meiri upplýsingar á heimasíðu Caring Consumer, m.a. lista yfir fyrirtæki sem stunda tilraunir á dýrum.

Andskotinn, nú eru Íslendingar farnir að veiða hvali í atvinnuskyni aftur og maður þorir varla út úr húsi. Það er ekkert að vera hryðjuverkamaður í London.... en að veiða hvali, úffffff. Æi þarf það virkilega? Er ekki hægt að græða meiri peninga á því að skoða hvalina heldur en að veiða þá? Eru þeir virkilega að hreinsa fiskinn úr sjónum? Æi ég veit ekki nóg um þetta málefni, veit bara að Bretar sem og aðrar þjóðir eru EKKI ánægðir með Íslendinga akkúrat núna. Ekki gott move Ísland.

 

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

hrundski
18. okt. 2006

Hef einmitt keypt NuSkin og Body shop vörur útaf þessu :) Fékk skammarræðu frá einum frá Kanada útaf hvalveiðunum á badmintonæfingu um daginn. Eins og ég sé persónulega með hvalskutul á mér og plaffi þá hægri og vinstri. Fleiri þjóðir sem drepa mun meira af hval en við t.d við túnfiskveiðar en það er bara svo auðvelt að benda á okkur. Sammála - væri samt frekar til í að sleppa þessum veiðum alveg :(

Sólveig S. Finnsdottir
25. okt. 2006

hvað með Breta eru þeir ekki að veiða refi og það með hunda og engin þjoð veiðir eins mikið af td höfrungum eins og USA í reknet

bara koma minu að kv m