Hin yndislega London-or not

Ég elska London, við elskum bæði London. Ef manni leiðis í London..er maður leiður á lífinu (segir Jóhannes) og það er alveg rétt. Það er allt hægt í London og allt hægt að fá, úrvalið af öllu er endalaust. London er sem sagt gorgeous (finnst okkur) svona flesta daga allavega. Hún var hvorki aðlaðandi né yndisleg í gærmorgun.

Þegar við vorum að fara í lestarstöðina í kringum hádegisbilið í gær þá sáum við útflatta, ógeðslega rottu á götunni. Rottur í London eru engar smáhlussur. Við sjáum þær stundum skjótast yfir göturnar snemma á morgnana og þær eru að gramsa í ruslinu sem fólk skilur eftir úti á götu (fólk er stupid). Sérlega smekklegt eða þannig, sérstaklega þegar mávarnir kroppa í dauðu rotturnar á götunni. Þá liggur við að ég kasti upp.

Nú þegar við fórum svo í hádeginu í lestarstöðina (til að fara út á flugvöll) þá sáum við aðra dauða rottu (eða risastóra mús) í gluggasyllu á kjallara. Hef ekki hugmynd um afhverju hún drapst en ef það hefði verið fyrir utan gluggann okkar (ólíklegt á 3ju hæð) þá hefði hún drepist úr hræðslu því ég hefði öskrað svo hátt. Kannski drapst hún úr hræðslu, nógu ógeðsleg var hún.

Nú við löbbuðum um 10 skref áfram og gengum þá fram á gulbrúna eldavél sem einhver hafði hent út. Held þetta hafi verið eldavél og að hún hafi eitt sinn verið hvít. Eigandinn hefur EINUNGIS notað hana til að steikja og djúpsteikja. Hún var VIÐBJÓÐUR.

Við löbbuðum 10 skref í viðbót og vorum næstum því búin að stíga á um 1 kg af hundaskít.

Við gengum víðara og eins og algengt er, sér maður dúfur éta rusl (finnst það hálf kannibalískt að sjá dúfur kroppa í ruslið og borða utan af kjúklingabeinum). Dúfur eru óþverri, þær bera með sér salmonellu, heilahimnubólgu, alls kyns bakteríur og ófögnuð og þær eru allar hálf bæklaðar, með snúnar lappir, engar lappir, eina löpp, æxli, fitugar. Það ætti að útrýma hverri einustu dúfu í London....með tölu. Ég myndi glöð hjálpa til. Hafa þær einhvern tilgang annan en að vera fljúgandi rottur?

Hvernig DETTUR fólki í hug að ganga berfætt um í London (eins og maður sér stundum)????

Og svo var það maturinn í flugvélinni.......æi nenni ekki að röfla um hann.

Íslenska rigningin og rokið var bara hressandi en brotnu bjórglösin og fjúkandi drasl og dagblöðin, gubbið o.fl. á götum Reykjavíkur var svo sem ekkert augnayndi. Þetta er alls staðar eins.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

silla
13. okt. 2006

ok fólk er misjafnt sumir subbulegri en aðrir og forgangsröðin ekki eins. Samt finnst mér allar lífverur eiga rétt á sér og hvað ertu að tala um að drepa dúfur. mér finnst það gróft og ógeðslegt að segja að þær eigi að deyja því þær eru fyrir þér og veikar. menn spilla svo mikið fyrir dýralífi t.d. bara með því að prumpa meira en nokkurn tímann það sem dýr eru að skemma fyrir mönnum.

Sigrún
13. okt. 2006

Það er reyndar ekki rétt. Jú menn menga mikið en dýr eins og beljur menga það mikið að þær eru einn aðalskaðvaldurinn í gróðurhúsáhrifum. Þær gefa frá sér methan, bæði með því að ropa og leysa loft og það er nú töluvert meira en frá mönnum elskan mín. Það eru 1,300,000,000 beljur í heiminum og þær gefa frá sér 60,000,000 tonn af methani á ÁRI. 25% af öllu methani sem er leyst út í loftið, kemur úr beljum (og þá er ekki talið með billjónir kinda, svína, fugla o.s.frv.). Ammóníak frá þvagi dýra mengar einnig töluvert.

Til að framleiða 1 kaloríu af orku frá kjöti þarf 60 kaloríur af bensíni en til að framleiða korn og fleira fyrir mannfólk þarf aðeins 20 hitaeiningar fyrir hverja kaloríu af bensíni. Það 'meikar því engan sens' að borða kjöt í rauninni, og er töluvert vont fyrir umhverfið, tala nú ekki um mengun frá sláturhúsum.

Til að framleiða 500 grömm af hveiti þarf 25 gallon af vatni en fyrir 500 grömm af kjöti þarf 2500 gallon af vatni (sem væri til dæmis hægt að senda til Afríku eða annarra landa).

Þannig að þú sérð að dýrin eru ekki alheilög og þó sumum þyki þau góð á bragðið þá eru þau óumhverfisvæn þó að auðvitað sé maðurinn stærsti mengunarvaldurinn... enn þá.

Eitt enn, hefurðu búið í stórborg þar sem milljónir dúfna svífa yfir hausnum á þér með billjónir baktería? Ekki skemmtilegt. Þær eru sætar úr fjarlægð og gefa 'karakter' en þær eru bölvaður viðbjóður. Að sjálfsögðu myndi ég vilja láta drepa þær á mannúðlegan hátt.

Skoðaðu til dæmis þennan tengil, margt áhugavert um mengun nautgripa til dæmis að finna (þ.e. ég er ekki bara að bulla):

http://www.flex.com/~jai/articles/101.html

silla
17. okt. 2006

já það má vera rétt að beljur mengi með sínu gasi, en þær geta ekkert að því gert greyin. mannnfólk hinsvegar skemmir fyrir dýralífi og mengar af ásettu ráði eða leti fyrir umhverfinu sem er viðbjóðslegt. En þú ástarpungur ert að tala um að vilja drepa fuglana á mannúðlegan hátt? það er þverstæða, þú ert ekki að tala um að drepa einhvern svo hann geti losnað við kvalir heldur svo þú getir losnað við pirring! það finnst mér ógeð. þær búa þarna rétt eins og þú og ég er viss um að þeim finnst þú bara fyrir

CafeSigrun.com
17. okt. 2006

Ég hef aldrei sagt annað en að menn séu að eyðileggja náttúruna með fávisku sinni og óumhverfisvænum lifnaðarháttum. Ég tala um það daglega. Það kemur bara dúfum lítið við.

Þú svaraðir ekki spurningunni varðandi það hvort þú hefur búið í borg þar sem dúfur eru plága? Prófaðu það í nokkur ár og segðu svo hvað þér finnst. Spurðu alla þá sem búa í stórborg. Alls staðar annars staðar en á Íslandi eru dúfur í sama flokki og rottur og allir íbúar vita hvers vegna nema við Íslendingar en það er af því að við erum ekki með dúfur. Það situr ansi föst í mér myndin af dúfum plokkandi í rottukjöt á götunni sko og þegar hún flýgur beint í andlitið á mér þegar ég labba á götunni þá er voðalega erfitt að gleyma því.

Svona til 'gamans' má líka geta þess að í fuglaflensuumræðunni er verið að tala um það það verði dúfur sem komi af stað næsta faraldri og drepi fleiri milljónir manns, ojæja, svo sem of mikið af okkur en fjandinn hafi það, ég ætla ekki að drepast vegna dúfu, frekar hænu!

Og fyrst að ég vil láta fjarlægja þær á annað borð....vil ég láta gera það mannúðlega því mér finnst óþarfi að dýr kveljist. Dúfur eru plága, alveg sama hvernig á þær er litið. Í 8 milljón manna borg eru þær MIKIL plága.

Fyrst að öll dýr eiga rétt á sér..... finnst þér í lagi að hafa rottur í bakgarðinum þínum eða í veggjunum? Mýs í barnavagninum þínum? Dúfur sem borða rottur sem skíta á fingur barns sem sleikir fingurinn? Köngulær í skápunum hjá þér? Maura í skúffunum þínum? Einhvers staðar þarf að draga mörkin.

silla
20. okt. 2006

ég hef aldrei búið í stórri borg fullri af dúfum nema í stuttan tíma. þá get ég eflaust ekki gert mér í hugarlund hversu mikil óþægindi fylgja því. samt finnst mér það ljótt að vilja drepa þær því þær eru veikar, skítugar og óþægilegar. ef dæmið er orðið þannig: dúfa eða ég þá myndi ég drepa dúfuna-náttúrulega. ef það sé mús í barnavagninum mínum þá myndi ég ekki drepa hana-ég myndi færa hana! þegar það eru geitungar og köngulær í íbúðinni minni þá Færi ég þær, læt þær út. óþarfi að dýr kveljist mér finnst þaðmjög viðbjóðslegt. SKrýtið að gefa sjálfum sér vald til að drepa þessar litlu verur bara því þú ert þess máttug, ekki kannski máttug ein til að drepa þær allar með tölu en 1 dúfa á kannski 10mín.

sama hversu ömurlega óþægilegt þetta kann að vera þá var ástæðan ekki til að byrja með að þær séu hættulegar heldur óþægilegar!

CafeSigrun.com
21. okt. 2006

Nei....ekki óþægilegar.... þær eru einmitt hættulegar. Þær eru fljúgandi 'smit tímasprengjur'. Spurðu bara líffræðing eða smitsjókdómafræðing.

Ég hef ekkert á móti heilbrigðum fallegum dúfum (eða hvítum gælurottum) en þessi dýr búa ekki í London, það er nokkuð ljóst. Þessi dýr eru ekki að borða skítinn af götunum.

Dúfur í London eru ALLT of margar og á meðan þær eru svona margar og fjölga sér á þessum hraða þá er ekkert fyrir þær að éta, nema hundaskítur, mannaskítur, rottuhræ, músahræ (trúðu mér ég hef séð þetta allt) og almennt rusl o.s.frv. Þessar dúfur eru veikar og bæklaðar AF ÞVÍ að þær eru svona margar. Það getur ekki verið gaman að vera horuð dúfa með bæklaðar lappir, skríðandi um London, étandi hundaskít. Þetta gerist af því þeim fjölgar svo hratt. Ég vil ekki láta fjarlægja þær vegna þess að þær eru 'fyrir mér' eða 'ljótar', nei ég vil láta fjarlægja þær vegna þess að þeim líður illa, þær éta óþverra, þær eru allt of margar og þær eru hættulegar öðrum. Vissirðu að það er bannað samkvæmt LÖGUM að gefa dúfum að borða í London. Það má stinga þér inn eða sekta þig ef þú ert uppvís að því að gefa dúfum að éta. Held að yfirvöld leiki sér ekki að því að setja þessi lög og þeir hafa góða ástæðu fyrir því að setja þau á....ástæðan er smitsjúkdómar og heilbrigðisvandamál.

Dúfur eru rómantískar í bíómyndum og bæklingum en þær eru ekki svona í raunveruleikanum. Þær eru aldrei sýndar eins og þær eru í stórborgum, étandi skít og bæklaðar en þannig eru þær í raun.

Ég drep nú yfirleitt ekki köngulær eða geitunga, ég hendi þeim út því þær eru ekki hættulegar heilsu minni svona ein og ein.

Hmmm vald segirðu..... Myndirðu ekki láta fjarlægja geitungabú ef svo vildi til að það væri í svefnherberginu þínu? Eða fyrir utan gluggann þar sem þú setur barnavagninn þinn (ef þú gætir hvergi sett hann annars staðar?). Myndirðu ekki láta eitra fyrir rottu sem væri í kjallaranum þínum...að fjölga sér? Ef ekki, þá segi ég vá og húrra, þú ert hugrökk en ef já þá ertu orðin ansi valdmikil er það ekki (allavega hefurðu þá vald sem ég 'má' ekki hafa????) Ertu grænmetisæta? Ef já, þá frábært en ef nei...ertu þá ekki að setja þér í hendur vald sem þú í raun hefur ekki? Sama ef þú gengur í leðurskóm, með leðurbelti, átt leðursófa o.s.frv.? Ansi mikið vald ekki satt? Ef þú átt veikt dýr t.d. hund sem er kvalinn vegna æxlis, myndirðu ekki láta svæfa hann? Hver hefur valdið? Ef þú lætur hann lifa þá ertu að láta skepnuna kveljast.... ef þú lætur svæfa hann, ertu þá orðin vond af því þú valdir að svæfa hann og setur þig í spor þess sem hefur öll völd og deyðir aðra lífveru????? Það þurfa allir að hafa þetta vald til að ákveða hvað er best hverju sinni, er almannaheill eða er lífveru til góða.

Vald er ekki það sama og vald, rotta er ekki það sama og rotta og dúfa er ekki það sama og dúfa. Það að vera dýravinur er ekki það sama og að vera dýravinur.

Þetta eru góðir punktar hjá þér og hollt og gott að pæla í þessu og kannski verðum við að vera sammála um að vera ósammála.

silla
22. okt. 2006

já ég hef nú engar heyrt fréttir af því að dúfur séu að taka völdin eða að þær séu almennt hættulegar. ég held að smá sýklar séu hollir því þeir styrkja ónæmiskerfið en geta þó verið ósmekklegir þar er ég sammála

það vill þannig til að menn sem vinna við að fjarlægja geitungabú leyfa fólki að velja aðferð og ein af þeim felur í sér að geitungarnir þurfa ekki að deyja, ég myndi velja þá aðferð.

ég er ekki grænmetisæta vegna þess að grænmeti er líka lifandi og ef ég vil ekki drepa fisk þá vil ég heldur ekki drepa papriku. þannig að þetta er hálfgert ég dey eða paprikan deyr dæmi og ég vel frekar að paprikan eigi að deyja.

jú þetta getur víst gengið endalaust

CafeSigrun.com
23. okt. 2006

Jæja elskan, hafðu það svoleiðis.