Bloggið
Komin í hlýjuna
Jæja þá er ég lent í hlýjunni. Það er nú reyndar bara um 15 stiga hiti. Ætla samt að setja "bara" í gæsalappir, því þetta er nú töluvert hlýrra en ég er búin að vera að upplifa síðustu viku sko! Er samt enn þá í ullarbolnum mínum, svona til öryggis sko!
Annars gekk bara vel í morgun, pabbi keyrði mig á völlinn (takk pabbi fyrir farið) og ég fékk mjög gott latte á Kaffitári (enda bað ég um mikla froðu í þetta skiptið).
Það er til margs að hlakka í þessum mánuði, við fáum Sigrún og Freysa og Mána þann 10. - 14. nóvember, við förum svo til New York 17. - 21. nóvember og loks kemur tengdamamma og mágkona mín þann 1. desember. Nóg að gera. Svo þarf ég að fara að hita upp fyrir jólin, með smákökubakstri og svona. Ég baka stundum hollar smákökur fyrir jólin en baka alltaf svo lítið að þær eru búnar um leið. Held ég hafi aldrei átt smákökur í dósum. Jóhannes er líka voðalega duglegur að borða jafnóðum sko.
Búið að laga tenglana
Bara að láta ykkur vita að það er búið að laga tenglana í blogginu hérna fyrir neðan "Tvær nýjar uppskrift á CafeSigrun". Smellið bara á tenglana í bloggfærslunni til að komast í uppskriftir á Banana- kókosdrykk og Pistasjóbiscotti. Skil ekki afhverju þetta var í rugli en það er sem sagt komið í lag.
Goddam mother fokking kuldi
Svo verð ég enn eina ferðina að rífast yfir strætóunum. Hvað er með bremsurnar eiginlega. Afhverju negla bílstjórnarnir svona rosalega niður. Það er brandari að horfa á fólkið ríghalda sér í súlurnar og svo þegar bílstjórnarnir negla niður þá verður fólkið svona eins og að mörgum blaktandi fánum á flaggstöng. Allir bíta á jaxlinn en enginn segir neitt. Sjá bílstjórnarnir ekki að það er að koma rautt ljós? Þarf að smyrja bremsurnar? Hvað er málið? Ég er viss um að maður getur endað með svona áverka eins og fólk fær eftir aftanákeyrslur þegar maður er í strætó. Kannski að bremsurnar séu frosnar kannski?
Hvítur glassúr
Jæja þá er ég komin á klakann aftur sem ber nafn með rentu. Mikið ofboðslega var fallegt að fljúga inn yfir Ísland því það var snævi þakið, eins og það væri hvítt glassúrkrem yfir öllu. Útlendingarnir úuuðu og auuuðu yfir þessu, ég er hissa á því að flugvélin hafi ekki hallast til hægri miðað við hversu margir lágu á gluggunum hægra megin. Lái þeim það svo sem ekki. Ég bölvaði mér mikið fyrir að hafa ekki tekið myndavélina með :( Brrrr þó að það væri samt voða fallegt þá var samt voðalega kalt og ég er að koma úr 20 stiga hita sko og er orðin vön þeim hita og líkar vel he he. Ég keypti mér reyndar ullarföt til að vera í...... 20 stiga hita. Þetta endar illa he he. Ég kem til baka sem frostpinni.
Tvær nýjar uppskriftir á CafeSigrun
En já annars setti inn 2 uppskriftir í gær á vefinn: Það var annars vegar Pistasjó Biscotti, alveg ofsalega gott. Æðislegt að dýfa því í kaffi, mmmmm. Það er líka hollara en venjulegt biscotti því ég nota bara 1 egg í stað 2 og svo er ávaxtasykur og strásæta í staðinn fyrir venjulegan sykur. Sem sagt afar fitusnautt og bragðgott. Verst að ég skildi Jóhannes eftir með öllu biscottiinu :(
Ný uppskrift á CafeSigrun: Pistasjó Biscotti
Svo var hin uppskriftin Banana - og kókosdrykkur sem ég ákvað að smella inn líka. Gerði þennan drykk um daginn og hann heppnaðist bara rosa vel, var eitthvað að fikta. Svo sem ekki erfitt að henda einhverju í matvinnsluvél og prófa sko.
Eitt ár í lest
Ég er mikið öfunduð af samverkamönnum mínum af því að geta labbað í vinnuna. Það tekur mig ekki nema 5 mínútur heldur. Sem er fáránlegt þegar maður býr í London, allavega mjög sjaldgæft. Flestir búa í svona 40 mínútna fjarlægð (með lest) og er það bara meðaltíminn til að komast í vinnuna, aðra leið. Það er nánast enginn á bíl, allir nota lestarnar. Það eru svo sumir sem eru aðeins lengur í vinnuna en aðrir, búa lengra í burtu. Það er til dæmis ein sem vinnur með mér sem er 2 tíma, aðra leiðina í vinnuna. Það er samt miðað við að samgöngur séu í lagi (sem þær eru yfirleitt ekki í Bretlandi). Hún notar sem sagt 4 tíma í dag í ferðalög fram og til baka. Fyrst þarf hún að keyra á lestarstöð (lestar ofanjarðar ), svo þarf hún að taka neðanjarðarlestina (Tube). Þetta er ekkert svo óalgengt hér í Bretlandi. Spáið í það!
Ég fór að reikna aðeins, svona að gamni mínu. Ef hún notar 4 tíma á dag í ferðalög í og úr vinnu, þá er hún að eyða (já þetta er sko tímaeyðsla) 20 tímum á viku í lest, 1040 tímum á ári (sem gera rúma 43 daga). Ef hún ferðast á milli svona, í 10 ár, þá er hún búin að eyða um 1,5 ári í lestinni af þessum 10 árum. Þetta er bara svo fáránlegt að ég næ þessu ekki. Vinnutapið er svo þáttur í þessu líka, eða væri það fyrir mig. Ég væri að stórtapa ef ég missti úr 2 tíma til að vinna (sko þegar ég vinn heima). Ofan á þetta bætist svo það að vera fastur í lestinni í 35°C stiga hita að sumri til, lenda í lestarverkföllum og komast ekki heim til sín, lenda í hryðjuverkum og ýmislegt annað skemmtilegt sem kemur upp á.
Það eina góða við að sitja í lest, er að geta lesið alveg ógrynni af bókum sem og hlustað á tónlist alveg út í eitt. Held samt að ég vilji frekar gera það í rólegheitum upp í sófa heldur en að standa í handarkrikunum á næsta manni. Aumingja konan sem vinnur með mér er líka ófrísk og fyrstu mánuðirnir voru víst algert helvíti, sérstaklega þegar einhver var að borða vel sveittan fisk og franskar með he he.
Ég hlakka alltaf til að labba heim eftir vinnu. Get svo sem ekki annað gert miðað við alla hina :)
Eins og litlu börnin
Við keyptum langþráða flík í gær. Við keyptum síðerma ullarbol fyrir mig til að vera í þegar mér er kalt (alltaf). Mmmmm þetta er Merino ullarbolur (Merino er hlýjasta ull sem til er, meiri einangrun í henni en t.d. íslenskri ull), eitthvað hlýrri rollur en þessar íslensku.
Nú er ég sem sagt eins og litlu börnin, í stingubol (stingur reyndar ekkert mikið, frekar mjúkt bara) en mér var samt ekkert svo hlýtt í dag þegar við vorum að labba um London. Veit samt að mér hefði verið kaldara ef ég hefði ekki verið í honum sko. Ef að græni North Face dúnsvefnpokinn minn væri ekki svona fínn þá myndi ég klippa göt á hann fyrir hendurnar og labba um ens og græn lirfa um alla London.
Kitheri
Ný uppskrift: Kitheri-afrískur grænmetispottréttur á CafeSigrun
Eggnog og gallabuxur
(Eggnogið er í stærri bollanum). Myndin er tekin á Starbucks á Warwick Street í Soho í London, svona eiginlega einn af uppáhalds Starbucksstaðnum mínum.
Já dagurinn í gær var merkilegur fyrir aðra ástæðu (fyrir utan að vera fyrsti vetrardagurinn og allt það) þá dró Jóhannes mig í búð og lét mig kaupa á mig gallabuxur. Já sko hann er búinn að vera að rífast í mér í marga mánuði um að kaupa gallabuxur og ég lét loksins undan honum. Keypti rosa fínar gallabuxur í Esprit (Esprit er alveg dúndur fín búð) og þær eru bara rosa flottar. Þoli ekki hvað Jóhannes veit alltaf hvað passar mér best og hvað mig langar í og svoleiðis án þess samt að ég viti það. Þetta er einhver dulinn hæfileiki hjá honum. Hann hittir alltaf naglann á höfuðið. Ég er sem sagt ánægð með gallabuxurnar og á eftir að kaupa mér fleiri. Hef ekki átt gallabuxur í 10 ár sko, ekki síðan ég fékk gallabuxur frá Svani bróður sem höfðu farið í gegnum Suður-Ameríku þvera og endilanga í einhverja mánuði (án þess að vera þvegnar grunar mig) og voru svo snjáðar að þær voru eins og blað og heldur ekki síðan ég fékk aðrar buxur gefnar af Atla Ragnari vini mínum. Var mikið öfunduð af þeim buxum (og ekki síst leðurjakkanum sem hann gaf mér líka). Alveg spes hvernig mér hefur áskotnast gallabuxur í gegnum tíðina. Ég átti líka æðislegar Naf-Naf gallabuxur í kringum fermingu, voru með svona rúskinnsrönd á vösunum og gullplötu aftan á. Þær voru geðveikar sko. Púffjakkinn sem ég keypti í sömu verslunarferð var það hins vegar ekki *roðn*