Af kartöfluflögum og Everest

Bretar eru að borða sig til dauða, þeir enda eins og Bandaríkjamenn. Það eru öll börn of feit, það borða allir of mikið og það borða allir of óhollt (alhæfingar ég veit). Ástandið er víst skárst í miðborg London en það er nógu slæmt samt.

Fannst þessi tilviljun fyndin þ.e. fréttin á mbl http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1224992

og ein af uppskriftunum sem ég bætti við á vefinn minn í fyrradag: http://www.cafesigrun.com/index.php?ufl=9#uppskrift_296

he he

Já fórum á Everest fyrirlesturinn í gær. Hann var magnaður. Það var einn gaur (læknir í breska hernum....varla meira en 15 ára ég sver það) og hann lýsti ferðinni með myndum og videoi. Fyrirlesturinn var í einni af útivistarbúðunum sem við förum svo oft í, Ellis Brigham. Skrýtið að sitja á stól í búðinni, eftir lokun.

Það var gaman að heyra að þeir litu á ferðina sem sigur þó svo að þeir hefðu ekki náð á toppinn. Þetta var sigur í þeirra augum því ferðin gekk vel í alla staði, allir voru hraustir, enginn fékk alvarlegt kal og það voru 20 manns af 20 sem komust upp í 8500 metra hæð. Það er afrek út af fyrir sig. Undirbúningurinn hafði borið árangur, það er á hreinu. Það var þarna t.d. einn gaur (sem hann kallaði 'man mountain') og hann fór upp í 8000 metra án þess að hafa súrefni!!!!!! Það hafa aðeins 2 einstaklingar komist upp á þessa hlið Everest í sögunni svo það var ekkert lítið markmið sem þeir höfðu sett sér. Fannst líka brilliant að þeir vildu ekki vera þar sem allir túristarnir voru (sunnan megin) svo þeir ákváðu að vera hinu megin, vestan meginn. Brilliant. Þeir ákváðu að fara ekki upp á topp (áttu um 8 klukkutíma) því þeir hefðu 100% lent í snjóflóði og þeir voru ekki tilbúnir til að taka áhættuna. Skiljanlega.

Ég var eitthvað að æsa mig (á jákvæðan hátt) yfir því að plana mat í gönguna okkar í Skotlandi á næstunni en konan sem planaði mat fyrir 60-70 manns (í heildina voru þetta 3 hópar þarna á svæðinu) í 3 mánuði var 18 MÁNUÐI að plana það sem átti að borða. Alveg magnað. Mesta áskorunin var að útbúa eitthvað hollt og gott en samt eitthvað sem fólk gat borðað því að í þessari hæð verður lystin lítil og flökurleiki er tíður.

Jóhannes var annars farinn að iða í sætinu sínu...alveg kominn í ferðahug. Er mest hrædd um að hann skrái sig í herinn til að hann geti þvælst svona upp á fjöll og firnindi he he. Held reyndar að sé engin hætta á því, hann gæti ekki drepið flugu, hann myndi taka hana upp og strjúka henni og finnast hún spennandi en hann gæti ekki drepið hana (nema ég skipi honum að gera það sem er dáldið oft he he...Einu sinni var kona í búð sem benti á Jóhannes og sagði við mjög svo óþekka litla strákinn sinn. "ef þú ert ekki stilltur þá kemur maðurinn þarna og skammar þig" (konan var alveg að snappa). Litli strákurinn horfði á Jóhannes og skælbrosti... :) Jóhannes er líka ALLTAF spurður til vegar ef við förum út. Er farin að hallast að því að hann sé með eitthvað ósýnilegt skilti sem við tvö sjáum ekki.

Everest 2009? Nahhhh held að við látum Afríku duga í bili...hver veit samt!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It