Everest og eitt og annað

Ég er nú ekki alveg að fara að klífa Everest sko. Held að sé svoooooolítið mikið langt í að ég myndi fara út í svoleiðis ævintýri. Við ætlum hins vega að kíkja á fyrirlestur sem að einhverjir breskir hermenn flytja en þeir reyndu við Norðurhlíðar Everest fyrr á árinu. Það er víst erfiðasta leiðin upp (svona eins og hinar séu ekki nógu erfiðar sko). Það verður gaman.

Annars er svo mikið að gera bara að ég hef varla tíma til að anda. Hvert verkefnið á fætur öðru hrúgast inn á borð til mín :) Betra samt að hafa meira að gera en minna svo ekki kvarta ég.

Ég hef líka fengið mikil viðbrögð við greininni í Mogganum. Takk fyrir öll bréfin!! Það er svo miklu, miklu meira af fólki að skoða vefinn en ég gerði mér grein fyrir. Það er bara gaman.

Það er enn þá sumar í London en aðeins farið að kólna. Ekki 'nema' um 20-24 stig og sól. Það er æðislegt. Hið fullkomna veður :) Ekki amalegt að fá svona langt sumar.

Við erum að plana Skotlandsgönguna í byrjun október. Vona að haldist nokkuð þurrt. Við erum búin að kaupa í matinn nema ég á eftir að þurrka epli til að nota út í hafragraut og svoleiðis. Það er helljarinnar plan að útbúa hollan útilegumat fyrir 2 í 3-4 daga en samt svo gaman að ég verð alveg æst við tilhugsunina he he.

Já eitt enn. Hér er  bæklingur fyrir Kilimanjaroferðina sem Jóhannes verður fararstjóri í næstkomandi febrúar. Upplýsingar um Kilimanjaroferðina er einnig hægt að finna á síðu Afríku Ævintýraferða. Þetta verður geeeggjað gaman og ekki amalegt fyrir fólk að vera að trítla þetta með Jóhannesi, hann er svo skemmtilegur ferðafélagi :)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It