Allt í gangi

Ég skildi ekkert í þessu. Við vorum búin að vera í Oxford í dag, bara að túristast (rosa gaman að koma þangað bæ ðe vei) og þegar við komum heim áðan og ég kíkti á póstinn minn þá var inboxið mitt alveg fullt af fyrirspurnum, viðbótum á póstlistann og ég veit ekki hvað. Það koma svo sem inn daglega bréf frá fólki og svoleiðis (hið besta mál) en það var mjög óvenjulega mikið í dag. Þá fattaði ég....viðtalið auðvitað. Ég var búin að steingleyma viðtalinu. Það er í mogganum í dag ef einhver vill kíkja. Ég á greinina á PDF fyrir Moggalausa he he. Gat ljósmyndarinn ekki valið skárri mynd? Hún tók alveg örugglega 300 myndir og ég sem var brosandi og allt. Ég bað stelpuna (sem ég kannast við) um að fá að velja mynd (aldrei að vita nema maður gæti fjarlægt bauga og svona í Photoshop he he) en nei nei, hún gerði það ekkert urrrrrrr.

Vil benda á eina villu í annarri uppskriftinni (dökk súkkulaðikaka án súkkulaðis). Það stendur að eigi að vera 'ósætt súkkulaði' en það á að vera 'carob'. Skil ekki afhverju blaðakonan breytti þessu í kakó hmmmfrfffhh.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

hrundski
17. sep. 2006

Hei frábært - senda mér pdfið endilega :)

kv

Hrund

ps. ég er með meirapróf í andlitslyftingu í photoshop - bara að hóa í mig næst :D

Helena
17. sep. 2006

Hæ. fastur lesandi hér!! :) Þætti gaman að fá að lesa greinina! :)

barbietec
21. sep. 2006

Flott viðtal!

Hvað er þetta carob?

CafeSigrun.com
21. sep. 2006

Hæ Sigrún 'hin' :)

Carob er ekki ósvipað súkkulaði en inniheldur ekki koffein. Carob er 100% náttúrulegt eins og kakó og vex á Carobtrénu (stundum kallað Jóhannesartré) t.d. í Miðausturlöndum. Það fæst bæði í duftformi og í stykkjum eins og súkkulaðiplötur. Sumir telja þetta hollara en súkkulaði (því það er ekki ávanabindandi) en skortir þó efni sem súkkulaði inniheldur sem eru holl fyrir mann (mikið af andoxunarefnum, sérstaklega í dökku súkkulaði).

Sumir mega ekki borða kakó og nota því carob í staðinn. Carob á heldur ekki að valda mígreni eins og stundum er talið að súkkulaði geri. Tekur smá tíma að venjast bragðinu og þeir sem eru miklir súkkulaðifíklar eru ekki alltaf hrifnir af carob :) Hægt að fá í dökku og ljósu.

Carobduft inniheldur aðeins 0,5 grömm af fitu í 100 grömmum en hreint kakó inniheldur um 12-20 grömm.

Ég nota carob mjög mikið en kannski ekki mkikið að marka mig...hef ekki borðað nammi þ.m.t. súkkulaði í 20 ár he he.