Fjórar öruggar leiðir til að gera Sigrúnu brjálaða

Jæja, þá er vistin á Klakanum búin þennan mánuðinn. Það var ágætt að komast aftur út í hlýjuna, í dag er t.d. 30 stiga hiti og búið að vera um 20-30 síðan ég fór. Maður er sem sagt í sumargírnum. Ég er mjög sérvitur, ég veit, en fernt sem ég þoli ég alls ekki (eitthvað sem ég upplifi alltaf þegar ég fer til Íslands):

  1. Fólk sem leggur í stæði fyrir fatlaða. Þó að þú setir HAZARD ljósin á, blikkandi, þá þýðir það a) ekki að þú sért fötluð í smá tíma eða b) þú hafir leyfi til að þykjast vera fötluð í smá tíma eða c) að þú fáir leyfi frá yfirvöldum og fötluðum til að fá þetta stæði lánað í smá tíma af því þér hentar. Það er ástæða fyrir því að fatlað fólk þarf sérstök stæði. Fólk sem er með 2 lappir og 2 hendur í lagi getur druuuuuuuuuullllllast til að labba þessi nokkur auka skref. Þó það sé á Gucci skóm og á BMW sportbíl.
  2. Íslendinga sem kalla StansteD, StansteÐ. Þetta gera nánast ALLIR Íslendingar. HVENÆR ætla þeir að læra að þetta er ENSKA og ENSKT heiti á flugvelli, EKKI danskt og þar af leiðandi á EKKI að bera það fram með dönskum framburði. Það er STEDDDD en ekki STEÐÐÐÐÐÐÐ. EKKI gleyma því gott fólk. Ég lem þann næsta sem ber orðið StansteD fram vitlaust.
  3. Fólk sem segir ekki afsakið þegar það rekst utan í mann og meiðir mann. Íslendingar KUNNA ekki að segja afsakið eða fyrirgefðu. Þeim er það algerlega fyrirmunað. Ég vil halda í bresku kurteisina. Þar segir fólk afsakið við mann þó að maður rekist í ÞAÐ.
  4. Fólk sem ryðst fram fyrir í röð og/eða kann ekki að vera í röð. Bretar eyða árlega 4 dögum á ári í biðröðum. Þannig á það líka að vera. Íslendingar eru svo frekir að maður skammast sín.
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Elva
21. sep. 2006

Mikið svakalega er ég sammála þér! Ég kannast svo við atriðin í lið 1, 3 og 4 og þau eru gersamlega óþolandi ... urr. Hef ennþá ekki fengið tækifæri til að pirra mig á atriðinu í lið 2. Ég mun hugsa til þín þegar einhver reynir að snara Standsted yfir á dönsku ;-)