Nokkrar tölulegar upplýsingar

Fór að hugsa um tímann og hvað hann er fljótur að líða og hvað allt týnist til yfir langan tíma. Ég var líka að hugsa um útlönd og Ísland og búsetu og þess háttar. Hér er það sem ég var að hugsa um.

  • Síðan janúar 2004 hef ég verið í burtu frá Jóhannes vegna vinnu í 16 vikur (4 mánuði).
  • Búin að fara um 25 sinnum fram og til baka frá London á 2 árum. Sem sagt búin að fussa um 50 sinnum yfir flugvélamatnum.
  • Ég hef verið búsett erlendis samtals 2/3 ævi minnar. Canada tæp 4 ár, Bretland tæp 5 ár og Danmörk samtals hálft ár. Við þessar upplýsingar fannst mér ég bara vera útlensk, ætti hvergi heima og var í smá krísu með sjálfa mig. Það stóð reyndar yfir í 5 mínútur. Komst að því að ég er rammíslensk inn við beinið og það breytist sennilega ekkert.
  • Ég er búin að gleyma brúðkaupsafmælinu okkar 3var (við erum búin að vera gift í jafnmörg ár). Við erum búin að þekkjast frá því við vorum 9 ára og vera saman í 13 ár svo það er ekkert að marka. Ég get líka ómögulega munað hvaða dag við giftum okkur (það var í ágúst samt) sem sýnir kannski best hversu áhugasöm ég er um svona tilstand (segir ekkert til um áhuga minn á manninum mínum að mínu mati). Ég vil frekar ferðast aðeins meira en að halda veislu sem kostar milljón. En það er mín skoðun. Það er samt pínu glatað að þurfa að setja það í dagatalið sitt í tölvunni sem áminningu.
  • Ég er búin að búa til og borða sushi með Elínu og Borgari bróður 16 sinnum. Við gerum um 100 bita í hvert skipti (sem gera þá 1600 bita í allt). Ég borða um 10-15 bita í hvert skipti sem gera þá 160-240 bita. Jesús. Mig langar í sushi.
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig S. Finnsdottir
05. sep. 2006

Sigrun min þið giftuð ukkur í sept mig minnir 5 svo er 'Island best !!!!!