Eitt ár

Eitt ár er liðið frá því fyrri sprengjuárásin í London átti sér stað og hér sveima þyrlur yfir látlaust því þeir eru hræddir um að þeir láti til skarar skríða í dag (sem ég held að sé nú ólíklegt). Árásirnar hafa haft ótrúlega lítil áhrif haft á daglegt líf flestra, það er alltof auðvelt að gleyma. Róttækir múslimir eru þó duglegir við að minna á sig og hafa verið sérstaklega duglegir við það síðustu daga. Þeir lofa fleiri sprengjum og árásum. Var að hugsa að þegar seinni sprengjurnar áttu að springa þá átti ein þeirra að springa eiginlega beint undir húsinu okkar. Ekki það að við hefðum fundið nokkuð fyrir því, svona lengst ofan í jörðinni en samt...ekkert þægilegt að vita af því. Við vorum heima á Íslandi í fyrri sprengjuárásinni og mig langaði ekki neitt út aftur.  Við vorum hér seinna skiptið þegar þeir reyndu að bomba aftur og það var ekkert gaman.  Yfirvöld eru þó heiðarleg og segja að þau geti voða lítið gert. Þeir sprengja ef þeir ætla að sprengja. Tölfræðilega eru samt voða litlar líkur á því að við verðum fyrir nokkrum sköpuðum hlut þannig að það þýðir ekkert að væla.

En svona til að setja hlutina í samhengi þá deyja 3000 börn úr hungri á hverjum degi í Afríku. Það eru bara börnin, bara þau sem deyja úr hungri en ekki sjúkdómum, bara í Afríku, bara á hverjum degi. 

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Jónzi
10. júl. 2006

Vildi bara segja "hæ" bið að heilsa JOE... Kiss kiss