Mesti hiti í 80 ár

Já, hitamet var slegið í gær. Mesti hiti í 80 ár. Enda var alger bráðnun. Fólk er varað við því að vera mikið utandyra þ.e. ekki stunda neina líkamsrækt úti við og helst ekki hjóla. Það er mengunin og hitinn sem gerir fólki erfitt fyrir, sérstaklega eldra fólki. Sáum einmitt eldri mann hníga niður síðasta sunnudag. Hann hafði skellt höfðinu utan í stuðara og svo í jörðina. Sjúkrabíllinn (eða sjúkrareiðhjólið réttara sagt, sjúkrabílar komast ekkert í London) var fljótt á staðinn og reiðhjólahjúkkumaðurinn hlúði að honum. Svo sáum við einhverja píu haltrandi með hjúkrunarfólki stuttu seinna, sennilega liðið yfir hana í hitanum. Fólk er heldur ekki nógu duglegt að drekka vatn og halda sig í skugga. Fólk er bara í maraþonsjopping í 32 stiga hita, steikjandi sól, drekkur bjór og kaffi og ekkert vatn. Það svo sem býður aðeins upp á yfirlið og óþægindi. Maður á náttúrulega bara að vera á strönd í svona veðri, eða inni í strákofa að drekka ananassafa.

Svo er vatnið að klárast segja þeir, veit ekki hvar þetta endar. Þeir spá því að vegna hlýnunar loftslags þá verði svona sumur algeng í Bretlandi þ.e. steikjandi hiti. Það er nokkuð ljóst að eitthvað þarf að breytast því fólk hrynur niður alveg umvörpum, lestarteinarnir verða að núðlusúpu og malbikið að seigfljótandi sírópi. Það eru um 1000 manns sem deyr á ári vegna kulda á Englandi og það verða álíka sem deyja vegna hita í ár víst.

Það var afar heitt í gær en í dag er smá rigning og rigning, þrumuveður og ekki eins heitt en mjög rakt. Er ekki gaman að fá veðurlýsingar frá London ha ha.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It