Súkkulaðibúðin

Súkkulaðibúðin í Soho Rákumst á þessa skemmtilegu búð í Soho um daginn, á Brewer Street (nr. 80), rétt hjá Piccadilly Circus. Á Brewer Street eru margar skemmtilegar búðir eins og til dæmis Fresh & Wild (ofur-heilsubúð), japanska búðin sem við kaupum sushidótið í (m.a. flugfiskahrogn, wasabiduft, noriblöð, engifer og margt fleira). Svo eru auðvitað strippbúllur, dónabúðir og dónabíó og svoleiðis. Svo um daginn beygðum við einhverra hluta vegna í aðra átt en við förum venjulega (förum yfirleitt alltaf sömu leiðina). Við rákumst þá á þessa skemmtilegu súkkulaðibúð gúrmei búð. Rosa flott búð og konan þar inni var alveg eins og einhver úr Chocolate myndinni (ef einhver hefur séð myndina). Þeir eru með sykurlaust súkkulaði líka. Þó þetta sé rándýrt þá er þetta líka alveg úrvals, gæðasúkkulaði og maður velur einn og einn mola í poka og lætur bráðna upp í sér, alveg spari. Mæli með því að þið farið!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It