Hummus bræður

Ó já, fórum á hummus bros. síðasta föstudag og staðurinn er þvílík snilld. Hummusinn er æðislegur, pítubrauðið gott (hægt að fá gluten og hveitilaust líka) og allt bragðaðist frábærlega. Þjónustan var persónuleg og þægileg. Staðurinn sjálfur var nettur og snyrtilegur. Ég fékk mér hummus með sveppum ofan á og Jóhannes með kjúklingi ofan á. Saman kostaði maturinn okkar um 10 pund (1300 krónur) og við vorum pakksödd. Mælum eindregið með staðnum fyrir þá sem vilja hollan, bragðgóðan, léttan og öðruvísi "skyndabitamat". Þeir nota lífrænt framleiddar vörur, án auka- eða bragðefna og maturinn sem verður afgangs yfir daginn gefa þeir til heimilislausra sem mér finnst frábært. Ef þið eruð í London, nálægt 88 Wardour Street í Soho.....kíkið þá endilega á þetta dæmi, þið verðið ekki svikin. Held að Hummus bræður (þeir eru ekki bræður í alvörunni en er rosa líkir) geti stólað á okkur sem fastakúnna hér eftir. 

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It