Vetur? Sumar? Vor? Haust?

Jæja þá er ég komin til Íslands eina ferðina enn. Ég á mjög erfitt með að trúa hitastiginu og er næstum því búin að deyja 2var úr kulda, eða oftar, heilinn á mér er of frosinn til að muna hvort það var oftar. Örugglega samt. Mér varð meira að segja illt í lungunum eftir smá labb og ég er nú ekkert í slæmu formi sko. Það er bara fáránlegt að vera í 7 stiga frosti og roki. F.Á.R.Á.N.L.E.G.T. Það er annars búið að vera nóg að gera og ég hef ekki látið mér leiðast, það er á hreinu. Búin að fara á árshátið með vinnunni, var rosa gaman, fórum á Við Tjörnina. Eftir það fór ég svo beint í þrítugsafmæli hjá Auðni vini okkar þar sem ég var búin að útbúa veitingar fyrir 25 manns. Bjó til sushi (of course), snittur með reyktum laxi, lollo rosso, sítrónusósu og ólífumauki, og svo bjó ég til aðrar með rauðu pestó, brie, sinnepssósu og sólþurrkuðum tómötum. Að lokum gerði ég vefjur með hummus, rauðu leynisósunni, létt sinnepssósu, spínati, ristuðum sólblómafræjum og furuhnetum og avacado. Jónsi greyið var svo þrællinn minn og ég stjórnaði greyinu með harðri hendi, engin miskunn sýnd. Þegar ég mætti á svæðið, rétt eftir miðnætti voru nánast allar veitingar búnar nema nokkrar vefjur, 3 sushibitar og allar snittur voru búnar. Það var eins gott að ég var södd!!! Ekkert smá geðveikt kikk að sjá fólk borða matinn manns, umlandi og japlandi á honum. Held að fólki hafi þótt óþægilegt hvað ég glápti á það meðan það borðaði, svona eins og ég væri rosa svöng. Maturinn var búinn til úr mínum eigin uppskriftum (flestum mínum eigin en allar komu þær af CafeSigrun samt og ég setti matinn saman eftir eigin höfði). Það var BARA gaman. Þyrfti alveg að gera meira af þessu.

Er búin að vera í sushi tremma síðustu daga. Fórum fyrst með Borgari bróður sem millilenti í London

Já já, annars rignir bara núna, finnst alveg að landið mætti gera upp hug sinn varðandi veður og tíðarfar þ.e. á að vera haust, vor, sumar, vetur??? Var spurð að því í gær frá London hvort að væri vetur enn þá. "Veit það ekki alveg" var svarið mitt. "Erfitt að útskýra". Hmmmmmm. Það er komið vor þar, 10-15 stiga hiti þegar ég kom þaðan í síðustu viku. Eins gott að ég stoppa í einn dag í London áður en ég fer til Afríku. Er að spá í að fara með fötin mín inn í saununa í gymminu og vera þar í smástund, til að æfa mig fyrir Mombasa. Veiii 2 dagar þangað til ég hitti Jóhannes!!!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Jóhannes
05. apr. 2006

Mér var nú alltaf kennt að á misjöfnu þrífist börnin best! Svo er líka sagt að fjölbreytileiki sé krydd lífsins (variety is the spice of life) svo ég veit ekki nema þú ættir bara að vera glöð að fá þetta allt í einu ;)