Afríska kaffihúsið

Veiiiiii. Einn sem ég vinn með hér í London var að koma úr fríi frá Suður Afríku (hann er þaðan) og kom með æðislegu uppskriftabók handa mér sem heitir The African Cafe. Hún fékkst í pínulítilli bókabúð í Cape Town og er samin af þeim sem reka samnefnt kaffihús þar í borg þ.e. The African Cafe. Ég á aðra Suður-afríska matreiðslubók sem ég keypti í Nairobi, Kenya og þessi er ekki síðri. Blanda af alls kyns skemmtilegum réttum, með flottum myndum (sem mér finnst alltaf nauðsynlegt) og ég á örugglega eftir að prófa mig áfram og láta ykkur vita hvernig gekk. Held að aumingja strákurinn hafi verið orðinn þreyttur á mér því ég er alltaf að spyrja hann um matarmenningu Suður-Afríkubúa, hvað mamma hans eldi, hvað uppáhaldsmaturinn hans sé, hvort að sé hægt að kaupa Suður-afrískan mat í London o.s.frv. Ég legg þessar spurningar alltaf fyrir alla sem koma frá löndum með aðra matarmenningu en ég þekki. Finnst svo gaman að vita allt um hvað fólk eldar og hvers vegna það eldar matinn sem það eldar! Held að þessi bók eigi að þagga niður í mér. Hún gerir það allavega þangað til ég fer að prófa mig áfram hí hí. Þessi bók er annars vandfundin því hún fæst ekki á Amazon eða í bókabúðum almennt. Það finnst mér æði. Ég hef nefnilega lagt það í vana minn að kaupa matreiðslubók úr hverju því landi/borg sem ég heimsæki og á orðið ansi gott safn. Þessi er reyndar smá svindl þar sem ég hef ekki komið til Suður-Afríku (þó það sé á dagskránni). Það var annars frábært að fá þessa bók núna því Jóhannes er farinn til Afríku og þá get ég dúllað mér í að skoða þessa skemmtilegu bók.

Er annars að bíða eftir matreiðslubók af Amazon um hráfæði. Hlakka rosa mikið til að fá hana, á að vera rosa góð. Átti að koma í dag en kemur líklega ekki fyrr en í næstu viku sem er dáldið svekkjandi. Er alveg hætt að stóla á Amazon varðandi tíma, það virðist alltaf klikka!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It