Sigga Saga Class
Mér fannst eins og ætti að vera rauður dregill og móttökunefnd þegar ég kom á Heathrow en ég held að ég hafi nú bara verið komin aðeins of langt fram úr mér þar. Ég celeb spottaði nefnilega á Heathrow, sá Jerry Hall, fyrrverandi konuna hans Mick Jagger og mér fannst umsvifalaust eins og við ættum að vera að 'hanga saman', ég var nú einu sinni eins og celeb sjálf sko, miðað við þjónustuna. Ég labbaði rosa nálægt henni og fannst ég vera alveg í 'rétta félagsskapnum'. Hún leit annars hroðalega illa út og ég var smá stund að átta mig á því hver þetta var.
Þetta var annars fín ferð, ég náði 3 sushiboðum (fæ vonandi myndir síðar og ég þarf að blogga rækilega um nýja sushistaðinn í Iðu - er ekki kát) og við Beib bökuðum fullt af hollu dóti, fengum okkur hollt að borða, fórum á kaffihús og höfðum það rosa fínt. Gott að hafa góðan félagsskap þegar maður er svona einn. Þá hefur Jóhannes líka minni áhyggjur af mér.
Takk fyrir mig Beib, knús, knús, knús.
Ummæli
14. feb. 2006
það er ekki sama jón og séra JÓN. Hvað segir Jóhannes við svona þjónustu þegar hann er enni viðstaddur?? Þessi sushistaður er hann á Íslandi ??