Sigga Saga Class

Ég er nú meiri dekurdúkkan. Ég er sem sagt komin út aftur, til London. Þegar ég flaug á laugardagsmorgninum síðastliðnum þá var ég sérdeilis heppin því vinur minn (kalla hann bara Beib svo hann lendi ekki í vandræðum hí hí) (you know who you are :)) var að innrita. Hann var BÚINN að innrita mig þegar ég kom á völlinn, greip töskuna mína, merkti hana með öllum þeim merkimiðum sem til voru, Saga Class, Business Class, Handle with Care og ég veit ekki hvað. Ekki nóg með það heldur fékk ég boð í Saga Lounge þar sem maður getur fengið sér eitthvað að drekka og svona (með fína fólkinu, ekki sama hvar maður drekkur djúsinn sko). Svooo var ég leidd til sætis á Saga Class (með fylgd Beib sko) og þar var heldur betur dekrað við mig. Jeminn. Mér leið eins og prinsessu í hásæti. Svo er líka minni ókyrrð í Saga Class, ég sver það. Pöpullinn aftur í hristist en ég sat bara í hásætinu mínu án þess að haggast. Ég gæti svoooooooo vanist þessu get ég sagt ykkur.

Mér fannst eins og ætti að vera rauður dregill og móttökunefnd þegar ég kom á Heathrow en ég held að ég hafi nú bara verið komin aðeins of langt fram úr mér þar. Ég celeb spottaði nefnilega á Heathrow, sá Jerry Hall, fyrrverandi konuna hans Mick Jagger og mér fannst umsvifalaust eins og við ættum að vera að 'hanga saman', ég var nú einu sinni eins og celeb sjálf sko, miðað við þjónustuna. Ég labbaði rosa nálægt henni og fannst ég vera alveg í 'rétta félagsskapnum'. Hún leit annars hroðalega illa út og ég var smá stund að átta mig á því hver þetta var.

Þetta var annars fín ferð, ég náði 3 sushiboðum (fæ vonandi myndir síðar og ég þarf að blogga rækilega um nýja sushistaðinn í Iðu - er ekki kát) og við Beib bökuðum fullt af hollu dóti, fengum okkur hollt að borða, fórum á kaffihús og höfðum það rosa fínt. Gott að hafa góðan félagsskap þegar maður er svona einn. Þá hefur Jóhannes líka minni áhyggjur af mér.

 Takk fyrir mig Beib, knús, knús, knús.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig Finnsdóttir
14. feb. 2006

það er ekki sama jón og séra JÓN. Hvað segir Jóhannes við svona þjónustu þegar hann er enni viðstaddur?? Þessi sushistaður er hann á Íslandi ??