Skemmtileg heimsókn

Jæja þá er aldeilis skemmtilegri heimsókn lokið. Það var rosa gaman að fá Jónsa og Auðun (http://www.audunol.com/) í heimsókn. Við höfum aldrei fengið gesti sem hafa verið jafn áhugasamir um mat og matargerð en þá tvo. Ekkert SMÁÁÁ gaman. Greyin þeir koma samt ekki í bráð held ég aftur he he. Þvílíkt sem þeim var pískað út og þeir keyrðir áfram í þéttri dagskrá, vaktir upp snemma og haldið lengi fram eftir í "matreiðslunámskeiðum". Við gerðum bara ótrúlega margt á þessum 4 dögum. Það voru til dæmis veitingastaðir (m.a. Gallipoli (Tyrkneskur), Sri Thai (Thailenskur), Gili Gulu (sushi), indverskur staður (því miður ekki Punjab því það var fullt) og leynistaðurinn okkar Jónsa sem Jóhannes og Auðun áttu ekki að fá að vita um (en við vorum dáldið vitlaus því við tókum mynd af okkur svo það var ekki leyndó lengi :() Svo var farið á kaffihús, t.d., Vergniano, Starbucks, Coffee Republic, Tinderbox og strákarnir fóru svo á einhverja staði á Camden, og svo var auðvitað Espresso Joe (http://www.urbanmania.com/kaffi/) í fullum gangi við góðan orðstír. Það sem við borðuðum svo á CafeSigrun var svo ekkert lítið. Greyið strákarnir þorðu ekki að segja annað en mmm ahhh, frábært, goooottttt o.s.frv því annars hefði þeim verið hent út. Var sem sagt ekki alveg hlutlaust álit á því sem ég var að búa til he he.

Við smökkuðum/gerðum t.d. Tandoori kjúkling, salat og bygghrísgrjón ásamt snittubrauði (hollu auðvitað), biscottibrauð með pistachiohnetum og appelsínukeim, súkkulaði-kirsuberjabiscotti, kryddaðar skonsur með þurrkuðum ávöxtum, brauðbollur með hirsi, sólþurrkuðum tómötum o.fl., bananamöffins, ostaköku með bláberjum, mango-kókosís, kiwi-ananasjógúrtís o.fl. Svo gerðum við margt fleira eins og prófuðum sykurlausan jógúrtís á Muffinskis, fórum í nokkrar heilsubúðir (Planet Organic og Fresh & Wild og fórum með nokkrar bænir þar inni (svona heilsubænir)), japönsku sushibúðina, fórum í fatabúðir, skóbúðir og strákarnir fóru svo sjálfir að versla eitthvað fínt. Þar sem ég fór í gærmorgun til Íslands þá missti ég af þeim á Camden markaðnum, Portabello markaðnum og Spitalfields markaðnum því miður, fannst það mjög leiðinlegt.

Greyin koma ekki úthvíldir heim, held það sé nokkuð ljóst

Er annars skíthrædd um að birtist mynd af mér í Séð og Heyrt eða DV þar sem ítrekað var reynt að ná af mér mynd fyrir framan skítabúllur eins og Burger King, McDonalds, Angus Steakhouse o.fl. Jeminn. Sé fyrir mér fyrirsagnir eins og "Heilsudrottning afhjúpuð....... hvað er RAUNVERULEGA á matseðlinum hjá CafeSigrun" eða "CafeSigrun, sannleikurinn um mataræðið, heilsuna og lífstílinn". Það náðist líka hér um bil mynd af mér með 4 bjóra í fanginu og ég ætla ekki að fara nánar út í þá sálma he he (þeir voru ekki ætlaðir til eigin inntöku þó).

En já gestirnir okkar voru fyrirmyndargestir og skemmtilegir í þokkabót, við viljum endilega fá þá aftur en held að þeir verði alveg mánuð að jafna sig á þessu öllu saman :) Takk fyrir komuna Auðun og Jónsi!!!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It