Fullt af nýjum uppskriftum á CafeSigrun

Datt í hug að birta uppskriftirnar sem ég er búin að vera að búa til síðasta mánuð eða svo (ykkur til skemmtunar og fróðleiks he he). Þetta eru sem sagt uppskriftirnar sem ég hef verið að senda út á póstlistanum mínum: Eins gott að æfa sig þar sem Jónsi og Auðun (www.audunol.com) eru að koma til London!!! Það er margt planað, m.a. Indverjamarkaður (krydd), Spitalfields markaðurinn, milljón heilsubúðir, kaffihús, búðarráp, söngleikur, út að borða á Gili Gulu, út að borða á Gallipoli og jafnvel fleira. Þar sem þeir eru aðal stuðningsmenn CafeSigrun (aðallega Jónsi sem bakar þangað til hann sprengir ofna og fyrir utan Jóhannes sem er yfirsmakkari á öllu) þá er margt planað í eldhúsinu.

Meðal annars verður smakkaður indverskur tandoori kjúklingaréttur með bygggrjónum og salati ásamt bláberjaostaköku í eftirmat. Við ætlum að búa til (og/eða smakka það sem ég á í frysti) flapjack, súkkulaðibiscotti með kirsuberjum og möndlum, mangó-kókosís, kiwi-ananasjógúrtís, sólskinskúlu, bananamöffins, epla-hnetumöffins eða bláberja-valhnetumöffins (eða bæði :)), kryddaðar skonsur með þurrkuðum ávöxtum, nýbakað brauð og margt fleira!!! Veiiii það er svo gaman að hafa fólk í eldhúsinu sem finnst gaman að baka og búa til hollt.

En já, hér eru uppskriftirnar sem ég er búin að vera að dútla við í síðasta mánuði:

Gulrótar- og bananakaka: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=2#uppskrift_236

Grískar möndlukökur: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=2#uppskrift_237

Jógúrtís með ananas og kiwi: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=2#uppskrift_238

Mangó- og kókosís: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=2#uppskrift_239

Pistasjóbrauð með appelsínukeim: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=2#uppskrift_240

Gulrótarbrauð með sólþurrkuðum tómötum og hirsi: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=1#uppskrift_242

Carobhrískökur: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=2#uppskrift_241

Gult linsubaunamauk: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=9#uppskrift_243

Vanillubiomjólkurís: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=2#uppskrift_244

Súkkulaðikrem á köku: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=2#uppskrift_245

Súkkulaðibiscotti með möndlum og þurrkuðum kirsuberjum: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=2#uppskrift_246

Súkkulaðimús með tofu (enginn rjómi né smjör), hentar fyrir fólk með mjólkuróþol: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=2#uppskrift_247

Ferskur túnfiskur með eggjanúðlum: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=4#uppskrift_248

Sólskinskúlur (veitir ekkert af þessa dagana!!): www.cafesigrun.com/index.php?ufl=2#uppskrift_249 Var líka að bæta við fleiri myndum við nokkrar eldri uppskriftir ef þið hafið áhuga á að skoða:

Bananamöffins: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=2#uppskrift_88

Súkkulaðimöffins: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=2#uppskrift_95

Kryddað kjúklinga- og vínberjasalat: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=3#uppskrift_131

Döðlubrauð: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=2#uppskrift_122

Flap Jack/Muesli orkustöng: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=2#uppskrift_162

Kókosbrauðbollur: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=1#uppskrift_231

Döðlusulta: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=9#uppskrift_235

Djúsí kaka með hnetum og ávöxtum: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=2#uppskrift_181

Starbuckssamloka (holl): www.cafesigrun.com/index.php?ufl=9#uppskrift_60

Fitulítið súkkulaðikaka: www.cafesigrun.com/index.php?ufl=2#uppskrift_245

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig Finnsdóttir
01. feb. 2006

hvað verða þeir lengi ?? það sem þið ætlið að gera er mánaðar vinna

kv S. S. F.