Rétt staða klósettrúllunnar LOKSINS

Svona á klósettpappír að snúa rétt, með lausa endann ofan á

HAH. Loksins er komin staðfesting á því sem ég er búin að vera að rífast yfir í mörg, mörg ár, verið í kvíðakasti yfir og hingað til talið vera 100% staðfestingu á persónuleikabresti hjá fólki sem gerir þetta VITLAUST.

SEM SAGT eins og sjá má á myndinni þá Á klósettpappírinn að snúa þannig að lausi pappírinn sé ofan á rúllunni, EKKI undir.

Ég tók þessa mynd á klósetti nýja spítalans hérna í London. Það var dáldill hamagangur í mér þegar ég var að reyna að rífa lokið af og taka mynd með símanum mínum. Held að konunni sem beið fyrir utan hafi þótt ég eitthvað furðuleg, eða haldið að ég væri með rosa illt í maganum eða eitthvað. Voru rosa læti í mér he he. Allavega, staðfestingin komin og óþarfi að rífast meira yfir þessu. Vei þeim sem reynir.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Birna frænka
06. des. 2005

Hah! Vissettah! Komin staðfesting á því að þetta á að snúa svona :)