Fleiri gestir

Jæja þá eru næstu gestir að fara að detta inn í hús. Það eru Sigrún S og Sigrún E (tengdamamma og mágkona). Það verða sem sagt 3 Sigrúnar í íbúðinni. Erum svo sem vanar því. Mamma Sigrúnar S hét sko Sigrún líka svo stundum vorum við 4 (og jafnvel fleiri). Hugsa í hvert skipti að nú láti ég bæta við nafnið mitt í Þjóðskránni. Hugmyndir eru vel þegnar. Þoli ekki að heita bara Sigrún, það heitir önnur hver manneskja Sigrún. Frábært þegar maður býr svona erlendis að geta logið því að þetta sé afar sérstakt nafn, að enginn annar heiti Sigrún á Íslandi. Þeir trúa því alveg, sérstaklega þegar maður bætir föðurnafninu við, Þorsteinsdóttir. Þá finnst þeim nafnið sveipað miklum ævintýraljóma og að það hljóti að vera tengt álfum og skrýtnum verum.

En já þær mæðgur ætla eitthvað að skoða jólagjafir skilst mér og versla, fara út að borða, á söngleik (Mamma Mia) og hafa það kósi bara.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It