Áströlsku hermannakökurnar (ANZAC)
Var að setja inn þessa uppskrift á CafeSigrun. Það er smá saga á bak við hana. Ég fékk reyndar staðfestingu á því að þetta væru afar merkilegar kökur frá Ástrala sem við Jóhannes hittum í gærkvöldi. Þessar ANZAC kökur (skammstöfun fyrir Australia and New Zealand Army Corps) eru bakaðar við hátíðleg tækifæri í þeim löndum, svona eins konar þjóðhátíðarkex. Við hittum sem sagt náungann sem sat við hliðina á mér í fluginu til Íslands um daginn (ekki arkitektinn heldur hinn) og hann staðfesti þetta, var mjög sár yfir því að hann hefði ekki fengið að smakka hermannakökurnar. Við erum annars í því að hata hann djúpt, hann er að fara að ferðast um alla Evrópu áður en hann snýr aftur til Ástralíu. Við eigum annars orðið nokkur heimboð í Ástralíu!! Við þurfum að taka þau út greinilega, væri ágætt ef fólk er vel dreift þar sem Ástralía er dáldið stór. Verður nóg að gera í svona 3 mánuði að heimsækja fólk og keyra á milli he he.
Hér er uppskriftin: