Íslensku vefverðlaunin 2005

Fylgist spennt með þeim. Ég átti sko að vera í dómnefnd (sem er mjög mikill heiður) en af því að ég er hérna í London og ég hefði þurft að funda nokkuð stíft þessa vikuna þá gat ég ekki verið með. Fannst það reyndar mjög leiðinlegt en ég verð vonandi með á næsta ári.

Ég er ekki sammála öllum tilnefningum í ár en það er gott að ekki allir eru sammála um hvað er gott og vont. Ég er líka ansi spennt fyrir hönd margra vefjanna enda komið að mörgum þeirra á einhvern hátt vegna vinnunnar.

Verður spennandi að sjá úrslitin. Held með einum sérstaklega í fyrirtækjalistanum, vona að hann vinni! Verðlaunin verða afhent núna á eftir kl 17 í Iðnó. Speeennóóó.

Íslensku vefverðlaunin 2005

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig Finnsdóttir
30. nóv. 2005

það er ekki verið að segja manni að þu værir í dómnemd, þu verður með næst. Kv mamma.