Ný uppskrift á CafeSigrun: New York Salat

New York Salat á CafesSigrun Var að setja eina uppskrift í gær. Hún er undir áhrifum frá New York enda mikið úrval þar af salatbörum og fersku hráefni. Þetta er sem sagt salat með grilluðu grænmeti (paprikum, sveppum, maísbaunum), hnetum, kirsuberjatómötum, avacado o.fl. Punkturinn yfir i-ið er samt grilluðu maísbaunirnar sem hafa verið penslaðar með fiskisósu, soyasósu og sesamolíu. Það er eins og snakk og hægt að borða eintómt. Namm. Það er hægt að nota alls konar grænmeti í þetta salat og um að gera að prófa bara.

New York Salat með grilluðu grænmeti og hnetum

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It