Kuldakast og tásludúnsængin
Ok enn ein kuldasagan frá mér. Það er ógó kalt sko, meira að segja miðað við Ísland. Það er sko um frostmark og vindur svo það er í raun mun kaldara. Meira að segja fólkinu á skrifstofunni er að verða kalt. Það er búið að fjárfesta í 4 ofnum. Miðstöðvarnar í húsinu eru sem sagt bilaðar segir húsvörðurinn og verða lagaðar 'bráðum' he he. Við erum með einn svona háfjallalampa sem varpar fallegum rauðum bjarma á skrifstofuna. Sá sem situr næstur honum er orðinn eins og grillaður kjúklingur á hægri kinninni. Svo erum við með 3 aðra ofna. Einn er við hliðina á mér og vei þeim sem reynir að taka hann. Gallinn er hins vegar sá að öryggin springa dáldið vegna álags og eins gott að vista allt sem maður er með á tölvunni nokkuð reglulega. Tölvan mín dó áðan enda kannski ekki skrýtið að öryggin þar hafi sprungið því ofninn minn var í sambandi við fjöltengi sem var í sambandi við 3 önnur fjöltengi áður en það fór í vegg.
Fyrir utan ofninn hér við hliðina á er ég í angórusokkum, ullarbuxum, síðerma ullarbol, öðrum langermabol og í angórupeysu, með ullartrefil. Mér er ekki einu sinni heitt. Aðrir á skrifstofunni eru svo í skyrtum eða bolum :(
Vitið þið hvað ég keypti í New York. Réttara sagt skipaði Jóhannes mér að fjárfesta í því. Það voru sem sagt heimsins bestu sokkaskór. Það eru svona skór til að sofa í, svona mjúkir enda úr dún. Þeir eru viðkomu eins og besta dúnsæng mmmmmm. Táslusængin, dúnsængin mín, náttfötin og hitapoki auk kyndingar í íbúðinni er svona rétt til að halda í mér lífinu á kvöldin.
Sáum annars Polar Expedition búning (fyrir extreme aðstæður eins og t.d. á Norðurpólnum) í útivistarbúð í New York. Horfði girndaraugum á hann sko. Fólkinu í vinnunni fyndist a.m.k. ekkert skrýtið þó ég fengi mér einn svoleiðis. Það er nokkuð ljóst. Held samt að Jóhannes myndi eitthvað fara hjá sér við það ef ég labbaði um í svona búning. Æi kannski ekki, hann er svoddan útivistarnörd he he.
Það er annars spáð snjókomu í London! ÍS-land hvað.
Ummæli
26. nóv. 2005
hæ var að koma af jólagleðinni í vinnunni og er 3 st hiti hér það var gott að koma ut þegar pabbi þinn náði í mig um kl 11 30 en það var 2 st frost þegar ég for kl 6 ekki lengi að koma annað vepður hér ( enginn snjór hér ) Kv mamma.