Frí, frí, frí

Veiiiii hvað ég hlakka til að fara til New York. Hlakka líka til að fara í frí frá tölvunum. Við erum búin að vera að vinna rosalega síðasta mánuðinn og varla búin að líta upp frá skjánum. Það er dálítið slítandi að vinna 12-14 tíma á sólarhring (í 2 vinnum) í langan tíma. En maður á ekki að kvarta þegar maður hefur nóg að gera. Það er betra en að hafa minna að gera. Maður þarf bara að passa sig að hvíla sig öðru hvoru. Eins og við erum að gera núna.

Sagði við Jóhannes í gær að mig langaði að taka mér 2 vikna frí til að dútla í eldhúsinu, gera ekkert annað en að prófa uppskriftir, baka, elda eitthvað gott og gera alls kyns tilraunir. Hann tók sérlega vel í það he he, ekki við öðru að búast svo sem af honum :) Held samt að það gangi ekki upp, að taka sér 2ja vikna frí frá vinnu til að dútla í eldhúsinu.

En já við erum búin að plana margt og mikið og kominn heillangur listi af dóti sem okkur langar að skoða og gera. Það kemur svo bara í ljós hversu mikið við getum gert og svoleiðis. Við ætlum samt að vera dugleg að skoða okkur um enda erum við ekki svona "sofa fram eftir á hótelherbergi í útlöndum" fólk. Hef aldrei skilið hvernig fólk tímir að sofa lengi frameftir þegar það er í útlöndum í fríi. Þá getur maður alveg eins sofið heima hjá sér.

NY here we come. Þarf bara að pakka ullargammóunum og ullarbolnum og þá er ég góð og fær í flestan sjó sko.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig Finnsdóttir
17. nóv. 2005

njótið ferðarinnar og kikið á jóladótið farið gætilega " vallela" varlega eins og hun frænka þin sagði um árið Góða ferð, mamma.

Kisukonan
20. nóv. 2005

Við þekkjumst nú ekki, en ég má til með að hrósa þér fyrir þessa frábæru síðu, spennandi og girnilegar uppskriftir! Á örugglega eftir að nota þær mikið í átakinu við að ná af mér aukakílóunum.

Vonandi ver ferðin til NY skemmtileg.

Hafið það gott í London.