Grænu nærurnar á þakinu
Það var maður upp á þaki húss beint á móti skrifstofunni í morgun. Húsið beint á móti er Holiday Inn hótel og þar uppi var maður, á grænum nærbuxum. Við hlupum öll út í glugga því við héldum að hann ætlaði að stökkva niður af þakinu (6 hæðir). Þegar við sáum hann svo betur tókum við eftir að hann var í grænum nærbuxum og með græn gleraugu á hausnum. Maður sem er í þann mund að stökkva ofan af húsþaki klæðir sig örugglega ekki í grænar nærbuxur, nema að hann haldi að hann sé afbrigði af Super-Spider-Batman. Það var næsta áhyggjuefni. Var hann kannski klikk og ætlaði þess vegna að stökkva? Grænu gleraugun gerðu svo útslagið. Þetta var ekki gríma heldur voru þetta gleraugu og það er enginn nógu klikk til að vera með græn, kringlótt gleraugu.
Þegar betur var að gáð reyndist einhver vera að taka mynd af manninum. Var reyndar orðin forvitin að vita hvort hann gæti flogið, hann leit nógu skringilega út til þess a.m.k.
Ummæli
16. nóv. 2005
hæ maðurinn hefði getað fengið mín gleraugu sem ég á síðan í grillvinnugleðinni í vor þá voru gleraugu þemað, en ætli manninum hafi ekki verið kalt ??
kv mamma.