Komin í hlýjuna

Jæja þá er ég lent í hlýjunni. Það er nú reyndar bara um 15 stiga hiti. Ætla samt að setja "bara" í gæsalappir, því þetta er nú töluvert hlýrra en ég er búin að vera að upplifa síðustu viku sko! Er samt enn þá í ullarbolnum mínum, svona til öryggis sko!

Annars gekk bara vel í morgun, pabbi keyrði mig á völlinn (takk pabbi fyrir farið) og ég fékk mjög gott latte á Kaffitári (enda bað ég um mikla froðu í þetta skiptið).

Það er til margs að hlakka í þessum mánuði, við fáum Sigrún og Freysa og Mána þann 10. - 14. nóvember, við förum svo til New York 17. - 21. nóvember og loks kemur tengdamamma og mágkona mín þann 1. desember. Nóg að gera. Svo þarf ég að fara að hita upp fyrir jólin, með smákökubakstri og svona. Ég baka stundum hollar smákökur fyrir jólin en baka alltaf svo lítið að þær eru búnar um leið. Held ég hafi aldrei átt smákökur í dósum. Jóhannes er líka voðalega duglegur að borða jafnóðum sko.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sorry Sigrún

Við kjöftuðum svo mikið að ég gleymdi að láta þig hafa expressóbaunirnar sem þú varst búin að borga!!!!!

ARG ég hljóp á eftir þér út og hugsaði um leið og ég skimaði í allar áttir........Pu Jóhannes verður ekki hrifinn....

Átt þetta inni hjá okkur

kveðja Ragga

Sigrun
06. nóv. 2005

Heyrðu ég mundi eftir kaffinu og stökk út og náði í það. Eins gott, Jóhannes hefði farið að skæla annars, þetta er eiginlega uppáhaldskaffið espressokaffið hans (og þá er mikið sagt). Takk fyrir allt góðu bollana hjá ykkur, mmmmm sakna kaffisins mikið þegar ég er í London og hlakka alltaf til að fá aftur!!

Jóhannes segist komast næst kaffinu ykkar á Vergniano á Charing Cross, kaffihúsinu sem þú bentir honum á á sínum tíma. Hann er alsæll með það (mjög góður espresso hjá honum strák).