Goddam mother fokking kuldi

Afsakið orðbragðið. Það er bara viðbjóðslega kalt á þessu skeri. Ég fór í strætó í morgun. Fatnaðurinn var eftirfarandi: Sokkar, angórusokkar utan yfir, ullargammósíur, gallabuxur, síðerma ullarbolur, bómullarbolur, rennd peysa, rennd flíspeysa, síð ullarkápa, ullartrefill, ullarhúfa, ullarvettlingar. Ég var að FRJÓSA. Það er bara of kalt hérna. Ég fór svo í hádeginu, eftir að hafa notað um 3 klukkutíma til að afþiðna, keypti mér kaffi til að taka með á Te og Kaffi og ég þurfti að henda um 50% af því vegna þess að það var orðið of kalt til að drekka þegar ég kom á skrifstofuna. Það var of hvasst til að hlusta á ipodinn, heyrði ekkert í tónlistinni því rokið var svo mikið í headphonunum. Fyrir utan það, þá fauk kaffi upp úr bollanum (gatið er sko pinku, pinku lítið). Ég veit ekki alveg hvernig það gerðist en það fauk samt, vænn sopi upp í loftið, upp úr gatinu á götumálinu mínu.

Svo verð ég enn eina ferðina að rífast yfir strætóunum. Hvað er með bremsurnar eiginlega. Afhverju negla bílstjórnarnir svona rosalega niður. Það er brandari að horfa á fólkið ríghalda sér í súlurnar og svo þegar bílstjórnarnir negla niður þá verður fólkið svona eins og að mörgum blaktandi fánum á flaggstöng. Allir bíta á jaxlinn en enginn segir neitt. Sjá bílstjórnarnir ekki að það er að koma rautt ljós? Þarf að smyrja bremsurnar? Hvað er málið? Ég er viss um að maður getur endað með svona áverka eins og fólk fær eftir aftanákeyrslur þegar maður er í strætó. Kannski að bremsurnar séu frosnar kannski?

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Smári bróðir
14. nóv. 2005

Hæ siss!

Vil ekki gera lítið úr kuldanum þínum, en ég var uppá þaki að vinna þennan dag að smíða á peysunni, man ekki eftir kulda sérstaklega. Sorry!!

Sigrun
14. nóv. 2005

He he, ég er heldur ekki í lopapeysu "au natural". Mér er alltaf kalt, ég vil búa undir dúnsæng og í hitateppi, alltaf.