Miklum vetrarkulda spáð í Bretlandi
Þetta var ein af fyrirsögnunum á mbl í dag. Ennfremur:
Lækkun meðalhita um eina gráðu að vetri til getur orðið til þess að 8.000 manns láti lífið í Bretlandi einu saman, samkvæmt Sky.Mér er ekkert skemmt sko. Ég er nú þegar búin að draga fram rafmagnshitapokann, trefla, vettlinga, þykkar peysur, teppi, hlýja sokka og ég veit ekki hvað. Það er samt bara íslenskur sumarhiti núna eða um 11-15 gráður. Það verður samt ótrúlega kalt í húsunum í Bretlandi. Þar sem við bjuggum áður var þetta verra en þar sem við búum núna. Þar var alltaf rakt og kalt og stærri íbúð líka og erfiðara að kynda. Íbúðin okkar er fljót að ná hita í sig þegar maður kveikir á ofnunum.
Ég fer sem sagt úr öskunni í eldinn í hverjum mánuði þegar ég fer til Íslands eða úr frostinu í alkulið :(
Annars er Jóhannes lentur loksins frá Boston með 200.000 lög á einhverjum hörðum diskum. Það eru ansi mörg lög sko. Vona að hann þurfi ekki að fara til Leeds á morgun, nenni ekki að vera ein heima :( Það er ágætt öðru hvoru, náði t.d. núna að vinna upp helling í vinnunni svo ég gæti verið í fríi kannski um helgina en samt, skemmtilegra að hafa Jóhannes heima.
Ummæli
21. okt. 2005
Sigrun þu ert kuldaskræfa !!!!!!!!!!!!!!
það er EKKI kalt í 10 - 15 st hita
kv mamma ps. viltu fá lopaspkka þó ekki væri nema til að sofa í.????