Kaffihár

Ég er með kaffi í hárinu mínu. Ég er ein af þeim sem tekst að hella niður á mig á ólíklegustu staði við ólíklegustu tækifæri og fá á mig matarslettur án þess að vera einu sinni í nálægð við mat eða drykk. Þetta er rosa mikill hæfileiki. Ég náði sem sagt einhvern veginn að dýfa hárinu mínu ofan í espresso bollann hans Jóhannesar í morgun (bollinn er mjög lítill sko) og ég náði líka í framhaldinu að sletta á mig. Jóhannes segir að þetta sé rosa góð hárnæring, er ekki viss, hárið er grjóthart.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It