Tif í klukkum

Ég er óttalega næm á umhverfishljóð. Svo næm reyndar að ég nem hátíðni í t.d. keðjum og smápeningum sem ég á ekki einu sinni að nema. Einu sinni var ég í heyrnarmælingum í gagnfræðiskóla og hjúkrunarkonan þurfti að kalla til lækni því ég "heyrði of vel" og hún hélt að tækin væru biluð. Þau margprófuðu mig og niðurstaðan var sú að ég er með of næma heyrn. Já annar gagnslaus hæfileiki sem sagt (svona eins og að gleyma aldrei andlitum). Sama á við um sjón, ég er með svokallaða PV sjón (Perfect Vision), vottaða af augnlækni og sé fleiri liti en aðrir t.d. (ástæðan fyrir margs konar rökræðum við Jóhannes varðandi hvort eitthvað sé blátt, sæblátt, kóngablátt, grænblátt, gráblátt, með hlýjum appelsínugulum tón í, köldum gráum, svörtum undirtónum o.s.frv.). Jóhannes kallar allt blátt, blátt. Hann er svo sem strákur, honum fyrirgefst það.

Já en sem sagt, ég er svona dáldið einhverf þegar kemur að umhverfishljóðum (og mörgu öðru reyndar líka). Man að þegar ég var í barnasálfræðikúrsunum og öðrum kúrsum, þegar við vorum að fara yfir einhverfu og Aspergers heilkenni að ég hugsaði "já einmitt, svona er ég, akkúrat þetta á við mig líka" en það sem sat mest í mér voru þessi umhverfishljóð. Ég get verið að ærast yfir bremsum í breskum leigubíl eða strætó á meðan aðrir heyra þau ekki einu sinni. Ég fæ illt í eyrun og það sker í gegnum hausinn þangað til það verkjar eins og hausverkur.

Allavega, my point, það er búið að setja klukkur fyrir aftan mig í vinnunni hérna úti, 4 klukkur sem sýna tímann í þeim heimsálfum sem fyrirtækið er með skrifstofur í (fyndið að hugsa til þess að við vorum bara 5 starfsmenn þegar ég byrjaði fyrir 2 árum). Þeir sem þekkja mig vita að ég hata tif í klukkum, ég get ekki haft klukkur á náttborði og er þess vegna með símann minn bara. Þó að það sé engin hátíðni þá er það samt svo mikill hávaði. Skil vel að Andrés Önd hafi skilað Flottaláknum hér í den því það "heyrðist of hátt í klukkunni" eða var það Jóakim aðalönd. Já svo finnst mér óþarfi að minna mig á, á sekúndu fresti (með 4 klukkum svo það þýðir 4 tif fyrir hverja sekúndu) hvað lífið hleypur hratt fram hjá á meðan ég sit fyrir framan tölvuna.

Anyway, ég ætla að halda áfram að hlusta á ipodinn minn svo ég þurfi ekki að "hlusta á hvað ég verð gömul í dag".

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

loppa
31. ágú. 2010

Vá hvað ég kannast við þetta... Ég get td. ekki horft á sum túbusjónvörp því ég er bara að farast úr hausverk, sumar fartölvur með harðadiska sem suðar í og alskyns litlar græjur sem allir eru með út um allt sem enginn virðist kippa sér upp við...