Ctrl + nörd
Ég eyði of miklum tíma fyrir framan tölvuskjá, held að það sé á hreinu. Eruð þið aldrei þannig að þegar þið hellið úr glasi í gólfið (sem gerist nú ekki sjaldan hjá mér) að þið ætlið að gera "ctrl+ z" (fyrir þá sem ekki vita þá getur maður notað þessa 2 hnappa á lyklaborðinu samtímis til að breyta því sem maður gerði vitlaust), eða "undo"?
Eða ef einhver segir ykkur t.d. símanúmer að ykkur langi að gera "ctrl + s" (vista) svona í huganum. Hugsið þið aldrei þegar þið eruð t.d. í búð að skoða segjum bara eitthvað blað að ykkur langar að gera "ctrl + c" (afrita)?
Það sem ég er samt mest pirruð yfir að geta ekki þó er að geta ekki gert "ctrl + f" (leita) þegar ég týni lyklum í íbúðinni eða einhverju öðru.
Er ég ein um þetta eða eru fleiri svona? Kannski að ég þurfi hjálp :(
Ummæli
13. okt. 2005
hæ
þú þarft hjálp ég allavega hugsa ekki svona eða helli kaffi niður eða á tölvuna ég fer sko ekki með kaffi eða annað að tölvunni. Það var ónefnd manneskja sem sagði að ætti aldrei að drekka eða borða við tölvu kv mamma.