Þar keyrði dekk nærri hælum

Jeminn eini hvað hefði getað farið illa í gær. Leigubílstjórar í London geta verið stórhættulegir ef þeir eru í vondu skapi (oft). Við vorum að labba yfir Oxford Street á leið okkar inn í Soho til að fara að borða (á thailenska staðnum) og við vorum að labba yfir götuna (samt fyrir vegfarendur sko) og ég sé útundan mér leigubíl koma á fleygiferð í áttina að okkur og segi við Jóhannes "heyrðu við þurfum að flýta okkur yfir svo hann keyri ekki á okkur". Jóhannes sagði "Nei nei, það er strætó fyrir framan okkur, hann fer ekkert að keyra á hann". Ég ákvað að láta þetta sem vind um eyru þjóta, sé leigubílinn stefna á okkur á engu minni ferð og stekk af stað og hélt að Jóhannes kæmi á eftir mér. Jóhannes er nú ekkert að stressa sig á hlutunum yfirleitt og ætlar bara að rölta þetta í rólegheitum. Nei nei, leigubíllinn var ekkert að hægja á sér og haldið að hann hafi ekki KEYRT á skóinn hans Jóhannesar!!! Það eina sem ég heyrði var gúmmíhljóð og einhverjar konur sögðu "Jesus Christ" eða álíka. Hællinn á skónum rifnaði (nýlegir götu/gönguskór, mjög vandaðir) og það munaði bara 1 cm eða 1 sekúndu að hann hefði keyrt yfir fótinn á honum eða annað og stórslasað Jóhannes. Ef Jóhannes hefði hreyft sig til eða snúið upp á fótinn þá hefði getað farið mjög illa. Vitið þið hvað leigubílsstjórinn gerði. Hann tautaði "fucking idiots" og leit ekki einu sinni við heldur gaf allt í botn. Já alltaf jafn kurteisir og fágaðir eða þannig.

Nú á Jóhannes sem sagt skó sem hefur verið keyrt yfir af breskum leigubíl.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It