Sírennsli á kránni

Mér fannst þessi grein í Mogganum í dag alveg hrikalega brilliant

MARGIR ölvinir eiga að sögn danska dagblaðsins Jyllandsposten við þann vanda að stríða að þegar setan á kránni er orðin löng er oft erfitt, vegna verkfalla í raddböndum og fleiri líffærum, að panta meira þegar kollan er tóm. En þýskir uppfinningamenn hafa fundið lausn. Þeir Andreas Butz við háskólann í München og Michael Schmitz við háskólann í Saar hafa hannað glasamottu sem gerð er úr málmplötu og er hún klædd pappír að ofanverðu. Á milli laga er skynjari sem mælir þyngdina á bjórglasinu og innihaldinu. Þegar ákveðinni lágmarksþyngd er náð sendir búnaðurinn frá sér rafeindaboð í borðtölvu á barnum. Fær barþjónninn þar boð um að fylla undireins kolluna hjá umræddum gesti áður en neyðarástand skapast.

Ef vandi heimsins væri nú bara þessi!!!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It