Sykursætt morgunkorn

Í frétt Morgunblaðsins segir í morgun:

Það eru allt að sjö sykurmolar í einni meðalstórri skál af algengu morgunkorni sem er fyrsta máltíð dagsins hjá mörgum íslenskum börnum. Sykurmagnið er það mikið að það jafnast á við að þau séu að borða sælgæti í morgunmat með mjólk útá, segir Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur á Rannsóknastofu í næringarfræði við Landspítalann. Það er hollara að borða sem mest af lítið unnum vörum. Grautar úr höfrum, hirsi, byggi eða öðru korni eru góður kostur í morgunsárið sem og lýsi, ávextir og grænmeti.

ööööööö JÁÁ. HALLÓ. Þessi viðbjóður á að vera í nammideildinni, ekki með morgunmatnum, ég er búin að vera að rífast (í öllum sem vilja heyra) yfir þessu í mörg ár. Voða er fólk eitthvað seint á sér.

Það sem alvarlega vantar í grunnskóla landsins er næringarfræði og kennsla í lestri og skilningi á innihalds matvöru. Afhverju ætti fólk að hafa áhyggjur af því sem það borðar ef það hefur hvort eð er ekki hugmynd um það sem það er að láta ofan í sig? Fyrir þá sem eru vanir að skoða innihald matvöru ef hún er í pökkum, sjá t.d. að sykur er í efstu sætum morgunkorns, ekki hafrar, rúsínur, bygg, maís o.s.frv. Það er sykur og hann kallast alls kyns nöfnum eins og "sugar", "clucose syrop", "clucose", "sucrose", "dextrose" o.s.frv. Þetta var ástæðan fyrir því að ég gafst upp á morgunkorni á Íslandi (annað hvort smakkaðist það eins og pappi því það átti að vera svona "heilsumuesli" (my ass), það var hlaðið sírópi eða hunangi eða það var innfluttur viðbjóður. Ég bjó því til mitt eigið (uppskrift á vefnum mínum ef þið hafið áhuga) og var mjög sátt við að borða ekki mikið unna matvöru og hún bragðaðist bara fínt að auki. Það er afar mikilvægt að mínu mati að fólk sé læst á innihald matvöru, hvort sem það er á ensku, íslensku eða öðru tungumáli Það sem veitir mér samt mestu gleðina er að ég VEIT hvað ég er að láta ofan í mig (svona eins nálægt því og ég kemst a.m.k.). En það að kunna að lesa innihald, hjálpar mikið til við að ákvarða hvort varan sé holl eða ekki og það skiptir máli finnst mér að krökkum sé kennt þetta snemma. Fyrir utan það, afhverju ætti maður ekki að vita hvað maður er að láta ofan í mallakútinn sinn? Upp með næringarfræði í skólum.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It