Ostakaka dauðans

Kakan góða

Já ég bakaði ostaköku í gær. Svo sem ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að hún var svo grátlega góð (þó ég segi sjálf frá) að við horfðum bæði á eftir afgagngnum af henni í ísskápinn með trega og söknuði. Ég segi "afgangnum" svona eins og það sé bara kasjúal thing en heldur betur ekki. Við vorum búin að sitja í kringum hana dáldið lengi eftir fyrstu sneiðARNAR og sátum svo með skeið og "snyrtum hana aðeins". Við vorum svona eins og Chandler og Rachel í Friends í einum þættinum þar sem þau eru að hreinsa ostakökunasem datt í gólfið, með gaffli.

Málið er að Jóhannes spottaði Curd ost í búðinni síðasta laugardag, eitthvað sem ég hef ekki séð lengi. Curd cheese er ystingur eða hleypiostur (eina þýðingin sem ég fann) og er svona eins og blanda af fitusnauður rjómaostur (aðeins 12% fita í 100 grömmum). Úr þessu ásamt kvargi (Quark) eða skyri má búa til GEÐVEIKAR ostakökur. Því miður fæst Curd ostur ekki heima á Íslandi svo ég viti, þyrfti að finna eitthvað í staðinn.

Ostakakan er annars fitusnauð og ef maður finnur hollt hafrakex þá er hún aldeilis fín og holl. Það er enginn rjómi í henni né rjómaostur og ekkert smjör, enginn viðbættur sykur og aðeins 2,5 mtsk af ólífuolíu! Það eina óholla í henni er hafrakexið (hægt að finna hollt hafrakex) og svo 3 egg en þau drepa mann nú varla svona nokkur.

Ég er búin að bíða í allan dag eftir að komast heim og fá mér meiri ostaköku. Mmmmmm, bara vona að Jóhannes sé ekki búinn með hana. Hann ætti þá ekki langa lífdaga fyrir höndum :)

Já uppskriftin er hér fyrir þá sem vilja skoða Uppskriftina að Ostakökunni

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It