Vitlaus dagur, vitlaust númer og vitlaus spítali
Já það er langt síðan ég hef öpdeitað áhugasama um yndislegu bresku (minnst traustvekjandi í heimi) heilbrigðisþjónustuna. Fyrst ég hef ekkert annað að skrifa um, þá blogga ég bara um þetta.
Þegar síðast var komið við sögu í hnémálum þá var ég með bréf í höndunum upp á viðtal?/uppskurð? (engar upplýsingar í bréfinu) þann 7. október. Svo átti ég að fylla út spurningarlista og senda. Það var enginn spurningarlisti með bréfinu. Ok gott og vel.
Ég sem sagt þurfti að færa tímann minn því ég verð á Íslandi þann 7. október. Ég hringi því í símanúmer sem gefið er upp á bréfinu. Símanúmerið er sérstaklega ætlað til að staðfesta/breyta tímum o.s.frv. Það stendur á bréfinu að MJÖG mikilvægt sé að hringja og staðfesta o.s.frv. En já ég hringi og vitlaust númer. Ég reyndi aftur og aftur var það vitlaust númer. Ég hringdi og hringdi og hringdi í þetta númer en alltaf var það jafn vitlaust. Svo á endanum ákvað ég að fara og tékka á þessu sjálf (enda munið þið að það er betra að fara sjálfur heldur en að faxa á milli stofnanna eins og ein afgreiðslukonan benti mér á-kæmi mér ekki á óvart þó þeir notuðu dúfur). En já ég finn hvar spítalinn er til húsa og trítla þangað og reyndist hann vera bara á endanum á okkar götu, spáið í þægilegheitum. Nú ég tala við konuna þar í móttökunni, svona svört "Tomma og Jenna kona" (Thooooooooomas, come HERE). Anyway hún segir mér að númerið sé rétt og það var svona "næsti gjörðu svo vel" svipur á henni. Ég sagði "Nei", númerið ER ekki rétt, prófaðu bara sjálf. Hún horfði á mig svona eins og ég væri að biðja hana um nýrun úr börnunum hennar en tók loksins bréfið mitt og prófaði númerið sjálf. Þá loksins fékk ég viðbrögð. Hún fölnaði (þó hún væri svört), það komu svitaperlur á ennið á henni og hún tók smá andköf. "wheywatybebcoohhmj" sagði hún (held að það hafi átt að þýða "oh my god"). Hún áttaði sig sem sagt á því að hún hefði sent út um 1000 bréf með vitlausu símanúmeri. Hún gaf mér upp símanúmer sem var rétt og ég ætlaði bara að trítla út með það nema mér datt í hug að spyrja hvort að heimilisfangið væri ekki örugglega rétt. Hún skoðaði það og sagði "Nei nei, við erum búin að flytja deildina á annan spítala". Einmitt. Maður er ekkert látinn vita. Ég hefði mætt á kolvitlausan stað þann 14. október.
En jæja ég hringi og bóka annan tíma og nokkrum dögum seinna hringi ég til að staðfesta (treysti nefnilega engu). Samtalið var svona
"Já góðan daginn, ég ætla að staðfesta tímann sem ég á hjá ykkur" -Já gefðu mér nafn og tilvísunarnúmer "Thorsteinsdottir, Sigrun, xxxxxx" -Ok þú átt að mæta 10. október kl 13 á Foley Street "Er það ekki 14. október" -Öööö jú reyndar "Klukkan 13.30 er það ekki þ.e. ekki kl 13?" -Öööö jú reyndar "Á nýja spítalann á Euston Road er það ekki örugglega þ.e. ekki Foley Street" -Hmm jú "Er eitthvað annað sem ég þarf að vita" -Veit það ekki, held ekki
Það var sem sagt EKKERT rétt hjá þessum blessaða starfsmanni (þetta er samt svona þjónustu við fólk sem þarf að fara á spítalann (sjúklinga o.fl.) til að hafa allt á hreinu.
Ég er dáldið svekkt með að fara ekki á Foley Street því ég var 5 mínútur að labba þangað frá íbúðinni okkar en í staðinn reyndar þá fer ég á splunkunýjan spítala. Hinn var nefnilega þannig að þegar maður kom inn þá var það fyrsta sem maður sá, skilti sem á stóð: "Vinsamlegast athugið að ekkert hefur verið gert fyrir þennan spítala síðustu árin (viðhald, þrif, málning o.fl.) og verður ekki gert þar sem við erum að flytja í nýjan spítala". Ekki beint traustvekjandi :(
En já 14. október kl 13.30 er sem sagt nýi tíminn og þá kemur vonandi í ljós hvað þarf að gera og hvenær.
Ummæli
26. sep. 2005
hæ passaðu þig á að það verði ekki skorið í handlegginn eða eitthvað annað en á að gera það hefur gerst hér átti bara að taka saum úr hné en viðkomandi var lagður inn til að taka úr bottlangann, svo passaðu að verði gert rétt og líka réttur fótur kv mamma
27. sep. 2005
þetta kemur allt saman
27. sep. 2005
Gangi þér vel og látu þér batna (á nýja spítalanum) :)
Þessi síða hjá þér er flott og reynist vel. Kveðja frá Islandi