Bloggið

Klukk

Goddammit, var klukkuð í gær af Hrund. Það þýðir að ég þarf að varpa hér fram 5 algerlega gagsnlausum staðreyndum um sjálfa mig (úr mörgu að velja, úff, hefði átt að fá undanþágu til að skrifa svona 35).

Hér kemur þetta:

 • Þegar ég var 12 bað Jóhannes mig um að byrja með sér og ég sagði "pfftt GLÆTAN-ALDREI-DÍSES MAR"
 • Ég er með smá einhverfutendensa. Klósettrúllan VERÐUR að snúa á ákveðinn hátt og ég get ekki horft á aðventuljós í gluggum ef þau eru of bein eða of brött. Ég fæ kvíðakast
 • Ég gleymi aldrei andlitum ef ég sé þau einu sinni. Og ég meina aldrei.
 • Ég er með búðaróþol, ég hata að vera inn í búðum og verslunarmiðstöðvum,
 • Ég verð voðalega sár ef fólk segir eitthvað ljótt um Starbucks

Ég ætla þokkalega að klukka Jóhannes

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Þakklæti

Maður tekur mörgu sem sjálfsögðum hlut (ég er ekkert betri en aðrir) en ég er samt voðalega þakklát fyrir margt (t.d. góða sjón og heyrn og nokkuð góða heilsu sem er ekkert sjálfsagt). Ég er þó sérstaklega þakklát þessa dagana fyrir að hafa góða heyrn. Ef ég væri ekki með hana þá gæti ég ekki hlustað á nýja diskinn frá Sigurrós (Takk) sem er meistarastykki (og meira en það). Ég verð alltaf svo þakklát þegar ég heyri svona fallega og innilega tónlist, verð svo glöð yfir því að það er einhver sem kann að búa hana til og vill deila henni með okkur. Án tónlistar og án heyrnar væri lífið mun fábreyttara er ég hrædd um. Svo er ég þakklát Jóhannesi sem er alltaf að troða inn á mig tónlist, frá morgni til kvölds. Ef hans nyti ekki við er ég hrædd um að það væri bara U2 og svo einhverjir glataðir "Best of" diskar, eða kvikmyndatónlist úr Titanic og álíka viðbjóður.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Fréttir dagsins

Það er búið að ryksuga upp kexið.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Kex og Nylon

Það datt kexkaka í gólfið í dag í vinnunni. Það er það markverðasta sem hefur gerst í dag, og sennilega það sem af er vikunnar. Þetta var súkkulaðikexkaka og hún brotnaði meira að segja í nokkra mola. Já það er margt merkilegt sem gerist hjá mér. Annars celebspottuðum við Jóhannes áðan í hádeginu. Þetta var stúlknahópurinn Nylon ásamt umboðsmanni að labba á Regent. Alltaf jafn viðbjóðslega fyndið dæmi og glatað. En jæja 5 ára stelpurnar fíla þær svo sem. Veit ekki hvort var merkilegra kexkakan eða "celebin", hörð barátta á milli þessara tveggja atburða sko.
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Kúluskítshátíð

Really? Flugu 70 Japanar virkilega alla leið til Íslands til að skoða kúluskít (gróður) á Mývatni og halda daginn hátíðlegan? Ok kúluskítur finnst bara í tveimur vötnum í heiminum, á Íslandi og í Japan. En really, hópferð og hátíð?

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Bláa tímabilið

Já bláa tímabilið er hafið. Bláa tímabilið er ekkert dónó og ekkert þunglyndi heldur. Bláa tímabilið er einfaldlega haust/vetur hjá Sigrúnu kuldaskræfu. Það þýðir blátt nef, bláar varir, ískaldir, bláir/fjólubláir fingur með hvítum doppum, sultardropar og rauðar kinnar. Alveg sama þó að ég sé dúðuð eins og Pillsbury's best hveitikarlinn. Það er bara eins og líkaminn fari í kuldadvala og svo skelf ég í svona 4-5 mánuði þangað til vorið kemur aftur. Mér er kalt þegar ég vakna, kalt þegar ég fer að sofa og alveg sama í hverju ég sef og þó ég sé með dúnsæng og hitapoka þá er ég eins og grýlukerti. Það verður líka erfiðara að fara fram úr á morgnana því sængin ER bara svo hlý og notaleg, og mjúk, og æðisleg. Að fara í sturtu verður líka pína því mér verður svo viiiiiiiðbjóðslega kalt þegar ég er að þurrka mér þess vegna er ég duglegari að fara í ræktina á veturna, þ.e. ef ég kemst fram úr rúminu fyrir kulda. Þá er ég ekki að meina að ég sé með smá hroll, ég er að tala um að mér líður eins og ég standi í kaldri ferskvatnsá á íslenska hálendinu. Algerlega nístandi kuldi inn að beini sem er eiginlega bara sársaukafullur. Málið er að þetta er vandræðalegt. Við löbbum um einhvers staðar og ég er alltaf sú eina sem er mikið klædd, ég er alltaf sú eina sem er blá í framan og með ískaldar hendur. Meira að segja á Spáni í 35 stiga hita, þá var ég með kaldar hendur. Ég fékk líka blöðrubólgu þegar ég fór í sjóinn á Spáni, í 35 stiga hita. Því mér var SVO kalt.Og alveg eins og Jón Oddur og Jón Bjarni sögðu, þá er ekki hægt að sofna með kaldar tær, það er bara ekki hægt.

Fólki finnst þetta líka afar fyndið hér á skrifstofunni í London, af því ég er sko frá Íslandi og ætti því að vera vön þessu. Það skiptir samt engu máli hvar ég er, Afríku, Íslandi, Spáni, UK. Alltaf sama sagan. Ég þarf líka að gera ráðstafanir áður en ég fer að sofa, vera búin að hlýja náttfötin mín á ofninum og svo aftur áður en ég vakna, þá þarf ég að vera búin að setja fötin mín á ofninn. Ekki séns að ég geti farið í fötin svona köld. Ég hef aldrei getað skriðið undir kalda sæng heldur eins og sumir, hitapokinn þarf að vera búinn að hita sængina mína í einhvern tíma svo ég drepist ekki úr kulda. En já bláa tímabilið er byrjað og þá þarf ég að draga fram:

 • Þykka sokka (bæði til að vera í heima og til að sofa í)
 • Þykk náttföt
 • Dúnsæng
 • Gammósíur
 • Hitapoka (rafmagns auðvitað, maður getur grillað sig út í eitt, þoli reyndar ekki svona öryggisdæmi, slekkur alltaf á sér :( maður á ekki einu sinni grilla í friði)
 • Þykka peysu til að vera í heima
 • Teppi
 • Aukateppi
 • Aukateppi til vara

Held ég flytji til Equador, alltaf eins veðrið þar :(

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Orustuflugmaðurinn, ljósmyndarinn og ég

Já þetta var bara skemmtilegasta ferð út til London aftur. Ég sat við glugga og við hliðina á mér sat breskur maður um þrítugt og gamall maður með staf. Þegar á leið flugið tók maðurinn mig tali og í ljós kom að hann er ljósmyndari (og arkitekt held ég líka) með skrifstofur út um allt. Sem ljósmyndari tekur hann myndir neðansjávar og af landslagi. Mjög flottar myndir. Hann hlýtur að hafa ágætt upp úr þessu því hann tekur um 15oo dollara fyrir daginn (fyrir utan flug og allt annað sem þarf að borga). Vinnan hefur dregið hann út um allan heim en skemmtilegast finnst honum þó að koma til Íslands. Í þessu tilviki var hann á ferðalagi með pabba sínum (sem er 83 ára) og búinn að keyra nánast allan hringinn í kring um Ísland. Þeir voru eldhressir og pabbi hans þó hann væri 83 var sprækur. Hann var orustuflugmaður í stríðinu og mér fannst það mjög merkilegt því ég hef engan hitt áður sem hefur barist í stríðinu, hvað þá verið orustuflugmaður. Frekar kúl gæi sko.

En já við spjölluðum um heima og geima og sonurinn ætlar að koma til Íslands um næstu jól og áramót kannski, hann langar að skoða Ísland í vetrarbúningi. Kannski að maður reyni að hitta hann og læra eitthvað af honum. Þeim gamla fannst Ísland æðislegt og vildi snúa við þangað bara strax. Þeim fannst líka voða rólegt næturlífið á Íslandi og mjög lítið af drukknu fólki miðað við Bretland. Ég spurði þá hvenær þeir hefðu verið á pöbbarölti og þeir sögðu "svona um 11leytið á föstudagskvöldinu". Mér fannst það hrikalega fyndið og ég sagði þeim að næturlífið væri í gangi frá svona 2-5 um nóttina og fólk væri dauðadrukkið. Það fannst þeim dáldið ótrúlegt. Ég benti syninum á myndina 1o1 Reykjavík til að sjá hvernig Ísland væri á veturna. Ég benti honum líka á Nóa Albínóa. Er nokkuð viss um að hann komi ekki aftur eftir það.

Ég var annars mjög fegin að hafa þá félaga með mér því ég var að bíða eftir að fara út úr vélinni og eins og allir vita þá er yfirleitt dauðaþögn í vélinni þegar maður bíður eftir því að fara út nema eitthvað pínu skvaldur milli fólks. Í þessu tilfelli var ég að tala við feðgana og ég heyrði eitthvað útundan mér, í tóni sem var ekkert sérstaklega skemmtilegur. Þetta voru Bretar, svona dáldið bullulegar og þeir voru að segja ýmislegt dónalegt (um mig) sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Ég var miður mín. Það voru allir farnir að hlusta og taka eftir þessu og að lokum sneri ljósmyndarinn sér við og sagði að þetta væri ekki sérstaklega mikil kurteisi. Þeir þögnuðu eftir það og ég gekk óáreitt með þeim út. Mikið ofboðslega getur verið fólk (karlmenn) verið dónalegt.

En já svo voru þessir feðgar miklir herramenn eins og Bretar geta verið og þegar við vorum að bíða eftir töskunum á færibandinu þá fór sonurinn að ná í töskukerru og ég spottaði töskuna mína (svona miðlungsstóra) á bandinu og ætlaði að fara að ná í hana þegar gamli maðurinn, með stafinn sá hana líka. Nema hvað, hann sá dálítið illa og var seinn á sér, með stafinn og þegar hann ætlaði að fara að taka töskuna mína af bandinu þá var hún löngu komin fram hjá. Ég leyfði honum að sjálfsögðu ekki að taka töskuna af bandinu, ég benti honum á að ég væri íslensk og að íslenskar konur björguðu sér, enda með víkingablóð í æðum.

Já já þetta voru hinir skemmtilegustu feðgar. Ég er ekki mikið fyrir að tala við fólk í flugvél (eða við fólk yfirleitt) en allt í lagi þegar fólk er skemmtilegt. Ég myndi þó aldrei í lífinu segja eitthvað af fyrra bragði.

Væri gaman að hitta ljósmyndarann á Íslandi næst þegar hann kemur. Við verðum örugglega í sambandi við hann allavega.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Fjar-grasekkja

Já ég verð svona fjar-grasekkja á morgun. Jóhannes er enn eina ferðina að þvælast eitthvað út af vinnunni. Í þetta skiptið er hann að fara til Slóvakíu. Heppilegt samt að ég er heima á Íslandi á meðan. Ég mun fjar-sakna hans.

Annars er sushi held ég í kvöld hjá Borgari. Er strax farin að slefa. Er svo að fara aftur í sushi á föstudaginn, með stelpunum í vinnunni. Ætlum að hætta kl 14 og fara heim til einnar að búa til sushi. Mmmmmmmmm.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Kalt á Íslandi

Það er skítakuldi á Íslandi. Eða skítakuldi miðað við London síðustu vikur og mánuði að minnsta kosti. Ég labbaði á fund í dag, var rosa bjartsýn (enda sól úti) en misreiknaði mig AÐEINS. Ég er vön að hoppa út á peysunni út í London og gerði það sama hér, enda vön 20-25 stiga hita í sumar, en ég var að krókna úr kulda bara við það að labba aðeins út. Enda norðanátt og rok, og 5 stiga hiti. Ég kom, blá úr kulda á fundinn (blá með bleikum og hvítum doppum, aldrei verið þekkt fyrir að vera með virka blóðrás sko) og var með svo miklar munnherkjur að ég gat ekki talað í nokkrar mínútur og puttarnir voru svo stífir að ég gat ekki notað lyklaborðið á tölvunni strax. Maðurinn sem við vorum að hitta, bauðst til að lána mér frakkann sinn á leiðinni heim aftur. Hann vildi ekki að ég myndi deyja á leiðinni. Þetta voru samt svona 500 metrar, ekki meira sem við löbbuðum, frá vinnustaðnum og á fundinn (elska að vinna í Reykjavík!). Ég er þiðnuð aftur, fékk mér kaffi á Kaffitár. Mmmm hvað það var gott, og hlýtt.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Afríkumyndir

Jæja loksins, loksins eru Afríkumyndirnar komnar á vefinn. Þið getið skoðað þær á þessari slóð:

http://www.urbanmania.com/myndir/index.php?us_id=14&us_nafn=Kenya+2005

Þið afsakið hversu margar myndir eru þarna en við erum samt búin að fækka þeim um rúmlega helming. Ástæðan fyrir því hversu langan tíma tók að setja myndirnar inn er sú að við skrifuðum um hverja mynd eins og við gerum alltaf.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It