Klukk
Goddammit, var klukkuð í gær af Hrund. Það þýðir að ég þarf að varpa hér fram 5 algerlega gagsnlausum staðreyndum um sjálfa mig (úr mörgu að velja, úff, hefði átt að fá undanþágu til að skrifa svona 35).
Hér kemur þetta:
- Þegar ég var 12 bað Jóhannes mig um að byrja með sér og ég sagði "pfftt GLÆTAN-ALDREI-DÍSES MAR"
- Ég er með smá einhverfutendensa. Klósettrúllan VERÐUR að snúa á ákveðinn hátt og ég get ekki horft á aðventuljós í gluggum ef þau eru of bein eða of brött. Ég fæ kvíðakast
- Ég gleymi aldrei andlitum ef ég sé þau einu sinni. Og ég meina aldrei.
- Ég er með búðaróþol, ég hata að vera inn í búðum og verslunarmiðstöðvum,
- Ég verð voðalega sár ef fólk segir eitthvað ljótt um Starbucks
Ég ætla þokkalega að klukka Jóhannes