Kex og Nylon

Það datt kexkaka í gólfið í dag í vinnunni. Það er það markverðasta sem hefur gerst í dag, og sennilega það sem af er vikunnar. Þetta var súkkulaðikexkaka og hún brotnaði meira að segja í nokkra mola. Já það er margt merkilegt sem gerist hjá mér. Annars celebspottuðum við Jóhannes áðan í hádeginu. Þetta var stúlknahópurinn Nylon ásamt umboðsmanni að labba á Regent. Alltaf jafn viðbjóðslega fyndið dæmi og glatað. En jæja 5 ára stelpurnar fíla þær svo sem. Veit ekki hvort var merkilegra kexkakan eða "celebin", hörð barátta á milli þessara tveggja atburða sko.
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It