Kalt á Íslandi

Það er skítakuldi á Íslandi. Eða skítakuldi miðað við London síðustu vikur og mánuði að minnsta kosti. Ég labbaði á fund í dag, var rosa bjartsýn (enda sól úti) en misreiknaði mig AÐEINS. Ég er vön að hoppa út á peysunni út í London og gerði það sama hér, enda vön 20-25 stiga hita í sumar, en ég var að krókna úr kulda bara við það að labba aðeins út. Enda norðanátt og rok, og 5 stiga hiti. Ég kom, blá úr kulda á fundinn (blá með bleikum og hvítum doppum, aldrei verið þekkt fyrir að vera með virka blóðrás sko) og var með svo miklar munnherkjur að ég gat ekki talað í nokkrar mínútur og puttarnir voru svo stífir að ég gat ekki notað lyklaborðið á tölvunni strax. Maðurinn sem við vorum að hitta, bauðst til að lána mér frakkann sinn á leiðinni heim aftur. Hann vildi ekki að ég myndi deyja á leiðinni. Þetta voru samt svona 500 metrar, ekki meira sem við löbbuðum, frá vinnustaðnum og á fundinn (elska að vinna í Reykjavík!). Ég er þiðnuð aftur, fékk mér kaffi á Kaffitár. Mmmm hvað það var gott, og hlýtt.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

hrundski
07. sep. 2005

Takk fyrir að vara mig við. Skrepp til Ísl. á morgun. Best að taka hlýrabolina uppúr töskunni aftur og setja goretex jakkann í staðinn.