Fjar-grasekkja

Já ég verð svona fjar-grasekkja á morgun. Jóhannes er enn eina ferðina að þvælast eitthvað út af vinnunni. Í þetta skiptið er hann að fara til Slóvakíu. Heppilegt samt að ég er heima á Íslandi á meðan. Ég mun fjar-sakna hans.

Annars er sushi held ég í kvöld hjá Borgari. Er strax farin að slefa. Er svo að fara aftur í sushi á föstudaginn, með stelpunum í vinnunni. Ætlum að hætta kl 14 og fara heim til einnar að búa til sushi. Mmmmmmmmm.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It