Vúdú virkar

Jæja ég fékk loksins bréf frá spítalanum í gær þegar ég kom heim úr vinnunni. Þetta sýnir bara að vúdú og illar hugsanir virka vel. Dagsetningin er 7. október. Málið er að það eru engar aðrar upplýsingar, bara að ég eigi "appointment" þann 7. október kl 13.30. That's it. Það eru engar upplýsingar um hvort að þetta sé aðgerðin sjálf eða bara viðtal, engar upplýsingar um hvort ég geti labbað eftir aðgerðina, hvort að þetta verði staðdeyfing, hvort að ég þurfi að undirbúa mig eitthvað, hversu lengi ég verði á spítalnum þ.e. klukkutíma eða viku (klukkutími er líklegri ég veit en ég segi nú bara svona). Í bréfinu stendur að ég eigi að fylla út spurningalista og skila honum hið allra fyrsta. Það var enginn spurningalisti með bréfinu. Ætli ég verði ekki að fara eina ferðina enn og fá símanúmer hjá indverskum skrifstofukonum sem skilja ekki ensku.

Ég vil fá nákvæmar upplýsingar um allt saman, sérstaklega um það hvað verður gert svo ég geti undirbúið mig andlega því ég þoli ekki læknakrukk, nálar, hnífa o.s.frv. Sérstaklega ekki í hold og bein. Það er bara viðbjóður. Sá um daginn í sjónvarpinu að það var verið að rétta hryggjarsúlu 16 ára stelpu. Hélt ég myndi gubba. Hryggjarsúlan var ber, skinninu á bakinu var haldið frá með töngum, hryggurinn var brotinn í tætlur (það var sýnt BEINT ofan frá) og hann var festur saman aftur. Þetta voru ekkert lítil átök og eins og læknirinn sagði framan í myndavélina, skælbrosandi, með blósletturnar á gleraugunum: "Hryggurinn er helvíti harðger sko". Ó mæ god. Ég slökkti mjög fljótlega, en bara þegar ég sá að stelpan hafði lifað þetta af og tók bara 5 vikur að jafna sig þokkalega. Held að þetta verði nú ekki svo slæmt en ég vil samt fá upplýsingar því til staðfestingar he he.

Uppfærsla:

Þetta er sem sagt EKKI tími í aðgerðina, þetta er bara tími í VIÐTAL við skurðlækni. Díses. Þetta verður örugglega ekki gert fyrr en á næsta ári.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig Finnsdóttir
25. ágú. 2005

þú VERÐUR að fá að vita allt um hvernig þetta er gert þú getur verið frá vinnu alla vega í 3- 6 vikur, allavega er það svo langt hér en þú átt að fá það borgað sko vera í veikindafríi en best af öllu væri að þú létir gera þetta hér kv mamma.