Sagan endalausa

Ég hef svoooooo enga trú á breska heilbrigðiskerfinu. Jú jú þeir eiga svo sem eina færustu skurðlækna heims (yfirleitt Indverjar samt) og þeir kosta líka sitt af því þeir eru allir í einkageiranum. Við plebbarnir, sem borgum okkar skatta þurfum að nota NHS sem er svona almenningsheilbrigðiskerfi, ókeypis.

Já ég fór sem sagt þann 14. júlí síðastliðinn til læknis hér með röntgenmynd af hnénu í farteskinu. Sá læknir lofaði því að ég færi strax á biðlista og kæmist að fljótlega, eftir nokkrar vikur. Ég gat nú lifað við það þó mér væri illt því ég veit að það er til fullt af fólki sem liggur meira á en mér að komast í aðgerð. En já svo líður og bíður og í dag er 23. ágúst og ég hef ekki heyrt píp frá neinum. Í millitíðinni var ég búin að fara einu sinni og spyrjast fyrir, fá símanúmer, hringja út um allt og fá þau svör að enginn vissi neitt. Nafnið mitt er hvergi á lista og ég virðist "týnd" í kerfinu. Einhver tautaði að ég væri með of langt eftirnafn, Thorsteinsdottir. Ég er ekkert rosalega glöð yfir þessu því mér er illt í hnénu og þó ég geti alveg labbað, þá er hámarkið svona kílómetri á dag og ég get ekkert hlaupið í ræktinni. Það finnst mér ekki skemmtilegt.

Ég fór þess vegna aftur í dag og var frekar brúnaþung. Þær voru afar hjálplegar dömurnar (annað en þumbinn sem stundum er í afgreiðslunni) og hún gaf mér bréfið sem átti að fara til spítalans en nú veit enginn hvort það fór eða ekki og ef það fór, hvar það er. Brandarinn er samt sá að hún bað mig um að fara með bréfið sjálf, frekar en að hún myndi faxa það, "því það væri öruggara". Það sem er líka fyndið er að í bréfinu stendur að ég geti lítið gengið og þurfi þess vegna að fara í aðgerð he he.

Bréfið var annars svona:

Dear Colleague

Re: Nafn, heimilisfang og allt það

Thank you for seeing this patient who injured her left knee whilst hiking 10 days ago (þetta var sko í byrjun júlí). She has significant pain on walking just a short distance. She had an MRI in Iceland, and this shows a significant medial meniscal tear.

Please could you review her urgently as she has significant pain.

Sincerely

Dr. xxxxx

Ég sem sagt átti að komast strax á lista af því ég væri frekar kvalin og að rifan í hnénu væri nokkuð slæm. Það var í byrjun júlí. Síðan eru liðnar 6 vikur. Já já

Málið er samt að mig langar ekki rass að fara á spítala. Það deyja 1500 manns á ári í Bretlandi vegna rangrar lyfjagjafar (frekar algengt víst annars staðar í heiminum líka) og breskir spítalar eru svo skítugir og fullir af viðbjóði að margir fá sýkingu og deyja (ok ég er dramatísk en þetta er samt satt). Spurning um að gera þetta sjálf bara, með eldhúshnífnum :(

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

þorsteinn vilhjálmsson
24. ágú. 2005

Hæ Sigrún ég var að lesa bloggið um samskipti þín við konunglega breska heilbrigðiskerfið þú átt ekki að láta þá vera að krukka í hnéð á þér það er betra að láta gera þetta hér heima . kv pabbi